2009-05-15 18:13:07 CEST

2009-05-15 18:14:15 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Askar Capital hf. - Ársreikningur

- Ársreikningur 2008


Tap ársins 12,4 milljarðar króna
Kröfuhafar hafa samþykkt fjárhagslega endurskipulagningu félagsins

Rekstur Askar Capital var mjög erfiður á árinu 2008 og nam tap af starfseminni
12,4 milljörðum króna eftir skatta. Í kjölfar alþjóðlegrar fjármálakreppu og
bankahruns á Íslandi hefur orðið mikið verðfall á eignum bankans og seljanleiki
takmarkast verulega. Sem afleiðing þessa hefur bankinn þurft að afskrifa háar
fjárhæðir sem leitt hefur til rýrnunar eigin fjár. Þannig námu
varúðarniðurfærslur vegna lána og viðskiptakrafna 6,5 milljörðum króna og
afskrift viðskiptavildar 2,9 milljörðum króna. 

Askar Capital fjárfestingarbanki starfrækir áhætturáðgjöf sem einkum sinnir
skulda- og áhættustýringu fyrir stofnanafjárfesta, sveitarfélög og stærri
fyrirtæki og fyrirtækjaráðgjöf sem aðallega stýrir erlendum fasteignaverkefnum.
Í samstæðu Askar Capital er einnig eignaleigufyrirtækið Avant sem einkum
fjármagnar bílaviðskipti einstaklinga. Umhverfið á bílalánamarkaði gerbreyttist
á árinu 2008, eftirspurn snarminnkaði og möguleikar á nýrri fjármögnun
lokuðust. Eignir Avant námu 30,5 milljörðum króna á árinu og nam tap ársins 0,2
milljörðum króna. 

Varúðarniðurfærslur vegna verðfalls eigna hafa leitt til þess að
eiginfjárhlutfall samstæðunnar hefur farið undir lögbundið lágmark. Nánari
skoðun á eigna- og útlánasafni í mars og apríl leiddu til frekari afskrifta í
ársreikningi ársins 2008 og er eiginfjárhlutfall samstæðunnar því neikvætt í
lok árs 2008. Fjármálaeftirlitið veitti félaginu frest til 15. maí til að koma
eiginfjárhlutfalli samstæðunnar í lögbundið horf. Allir óveðtryggðir
lánveitendur móðurfélags Askar hafa samþykkt tillögur félagsins um fjárhagslega
endurskipulagningu. Þessir kröfuhafar munu taka yfir félagið á hluthafafundi
sem haldinn verður í lok maí. Á þeim fundi verður jafnframt lögð fram tillaga
stjórnar félagins um að færa hlutafé núverandi hluthafa niður að fullu.
Núverandi hluthafar Askar Capital eru Moderna Finance AB, sem á 80,8% hlut, og
15 aðrir hluthafar sem samtals eiga 19,2% hlut. Nýir hluthafar verða, nái
tillagan fram að ganga á hluthafafundi, Glitnir banki með um 53% hlut, Saga
Capital með um 18% hlut og 10 aðrir hluthafar með samtals um 29% hlut.
Eiginfjárhlutfall samstæðunnar m.v. 31. mars 2009, var um 19%, að teknu tilliti
til þeirra breytinga sem leiða af fjárhagslegri endurskipulagningu. Þessar
breytingar sem leiða af fjárhagslegri endurskipulagningu eru háðar samþykki
Fjármálaeftirlitsins um eigendur virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum. 

Helstu niðurstöður ársreiknings ársins 2008: 

•  Þóknanatekjur námu 0,8 milljörðum króna í samanburði við 1,6 milljarða á
   árinu 2007
•  Hreinar rekstrartekjur voru 1,5 milljarðar króna en 0,6 milljarðar á árinu á
   undan 

•  Afskrift viðskiptavildar nam 2,9 milljörðum króna

•  Varúðarniðurfærsla vegna lána og viðskiptavildar nam 6,5 milljörðum króna en
   0,1 milljarði árið 2007 

•  Tap ársins var 12,4 milljarðar króna en 0,8 milljarðar árið á undan

•  Heildareignir í lok árs námu 36,1 milljarði króna en voru 34,3 milljarðar í
   lok árs 2007 

•  Eignir í stýringu námu tæpum 30 milljörðum króna og skuldir í stýringu um 290
   milljörðum 

•  Eiginfjárhlutfall var neikvætt um 5,2%.

Rekstur bankans fyrstu mánuði þessa árs er í samræmi við áætlun. Þóknanatekjur
móðurfélagsins fyrstu þrjá mánuði ársins námu tæpum 130 milljónum króna og
rekstrarkostnaður um 120 milljónum króna. Gert er ráð fyrir að hreinar
þóknanatekjur ársins nemi tæpum 500 milljónum króna á þessu ári. Markvisst
hefur verið unnið að því að lækka rekstrarkostnað bankans. Þannig var
mánaðarlegur rekstrarkostnaður á fyrstu mánuðum ársins tæplega þriðjungur af
meðalrekstrarkostnað á mánuði á árinu 2008. Starfsmenn bankans voru 73 í lok
ársins 2008 í samanburði við 82 í lok árs 2007. Flestir urðu starfsmenn
samstæðunnar 95 en eru nú 50 talsins, þar af 21 í móðurfélaginu Askar Capital
og 29 í dótturfélaginu Avant. 


Nánari upplýsingar veitir Benedikt Árnason, forstjóri, í síma 665-8859.