2011-04-08 16:24:26 CEST

2011-04-08 16:25:27 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Eyrir Invest ehf. - Hluthafafundir

Aðalfundur Eyris Invest ehf. þann 15. apríl 2011 - Tillaga um breytingu á samþykktum félagsins


Á aðalfundi Eyrist Invest ehf. sem haldinn verður föstudaginn 15. apríl 2011,
hyggst stjórn félagsins leggja til eftirfarandi tillögu um breytingu á 3. mgr.
5. gr. í samþykktum félagsins. 

Málsgreinin hljóðar nú svo:

Stjórn félagsins er heimilt að hækka hlutafé þess um allt að 201.536.244 hluti
með útgáfu nýrra hluta. Stjórn félagsins er heimilt að ákveða ráðstöfun
áskriftarréttar að hinum nýju hlutum sem og að ákveða gengi og önnur
áskriftarkjör. Hluthafar falla frá forgangsrétti til áskriftar að hinum nýju
hlutum í samræmi við 24. gr. laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög. Stjórn
félagsins getur heimilað einstökum hluthöfum í ákveðnum tilfellum að skrifa sig
fyrir áskrift nýrra hluta, að hluta eða heild. Hinir nýju hlutir skulu vera í
sama flokki og bera sömu réttindi og aðrir hlutir í félaginu. Heimildin gildir
í átján mánuði, að því leyti sem hún hefur ekki verið nýtt fyrir það tímamark. 

Lagt er til að þessi málsgrein falli niður og í stað hennar komi samhljóða
málsgrein að því frátöldu að heimild stjórnar til útgáfu nýrra hluta lækki í
101.000.000 hluti og hljóði 3. mgr. 5. gr. eftir breytingu svo: 

Stjórn félagsins er heimilt að hækka hlutafé þess um allt að 101.000.000 hluti
með útgáfu nýrra hluta. Stjórn félagsins er heimilt að ákveða ráðstöfun
áskriftarréttar að hinum nýju hlutum sem og að ákveða gengi og önnur
áskriftarkjör. Hluthafar falla frá forgangsrétti til áskriftar að hinum nýju
hlutum í samræmi við 24. gr. laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög. Stjórn
félagsins getur heimilað einstökum hluthöfum í ákveðnum tilfellum að skrifa sig
fyrir áskrift nýrra hluta, að hluta eða heild. Hinir nýju hlutir skulu vera í
sama flokki og bera sömu réttindi og aðrir hlutir í félaginu. Heimildin gildir
í átján mánuði, að því leyti sem hún hefur ekki verið nýtt fyrir það tímamark.