2010-11-25 16:48:38 CET

2010-11-25 16:49:38 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reykjaneshöfn - Fyrirtækjafréttir

Tilkynning um breytingu á tillögu til lánveitenda og eigenda fjármálagerninga sem útgefnir eru af Reykjaneshöfn


Reykjaneshöfn hefur borist orðsending frá Lánasjóði Sveitarfélaga (LS) um
afstöðu sjóðsins til tillögu hafnarinnar. 

Orðsendingin felur í sér að LS hafnar tillögu Reykjaneshafnar og er
svohljóðandi: 
„Þar sem lög um LS heimila eingöngu lánveitingar til verkefna með almenna
efnahagslega þýðingu er ekki séð að heimilt sé að lána, eða skuldbreyta vöxtum
eins og hér er farið fram á.  Því hefur stjórn hafnað þessari beiðni.“
Í ljósi þessarar afstöðu LS hefur Reykjaneshöfn ákveðið að breyta tillögunni á
þann veg að hún verði að hljóta samþykki allra lánveitenda og eigenda
fjármálagerninga nema LS. Engin önnur breyting er gerð á tillögunni.
Öll lán Reykjaneshafna frá LS eru í skilum, en næsti gjalddagi er þann 5.
febrúar. Samkvæmt ákvæðum tillögunnar mun Reykjaneshöfn ekki inna af hendi
neinar greiðslur á þessum gjalddaga og stendur það ákvæði óbreytt. Ef til
gjaldfellingar LS kemur vegna gjalddaga 5. febrúar eiga aðrir kröfuhafar
samkvæmt tillögunni rétt til að gjaldfella sínar kröfur og stendur það ákvæði
óbreytt.
Ef tillagan með þessari breytingu fær samþykki allra kröfuhafa, mun
Reykjaneshöfn eftir sem áður ljúka stefnumótunarvinnu og leita leiða til
úrlausnar á skuldavanda sínum og halda lánveitendum og eigendum
fjármálagerninga upplýstum um framgang þeirrar vinnu eðli máls samkvæmt. 

Nánari upplýsingar veitir Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Atvinnu- og
hafnarsviðs Reykjanesbæjar í síma 420-3222.