2012-10-24 20:12:05 CEST

2012-10-24 20:13:06 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Marel hf. - Ársreikningur

Afkoma þriðja ársfjórðungs 2012


Hægari vöxtur með batnandi framlegð

(Allar fjárhæðir í EUR)

  -- Tekjur á þriðja ársfjórðungi 2012 námu 164,3 milljónum evra, sem samsvarar
     2.8% lækkun miðað við sama tímabil árið 2011 [169,1 milljónir evra].
  -- EBITDA var 20,5 milljónir evra, sem er 12,5% af tekjum [Q3 2011: 25,8
     milljónir evra].
  -- Rekstrarhagnaður (EBIT) var 14,1 milljón evra, sem er 8,6% af tekjum [Q3
     2011: 19,5 milljónir evra].
  -- Hagnaður eftir skatta nam 8,4 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi [Q3
     2011: 10,5 milljónir evra]. Hagnaður á hlut (e. basic EPS) á fjórðungnum
     var 1,15 evru sent
[Q3 2011: 1,42 evru sent]
. 
  -- Handbært fé frá rekstri var 13,7 milljónir evra og nettó vaxtaberandi
     skuldir 261,1 milljón evra í lok fjórðungsins.
  -- Staða pantanabókar Marel nam 151 milljón evra í lok fjórðungsins samanborið
     við 196,8
[1]
 milljónir evra í lok þriðja ársfjórðungs 2011. 

Tekjur félagsins hafa vaxið umtalsvert eða um 10.6% það sem af er ári miðað við
sama tímabil árið 2011. Rekstarhagnaður (EBIT) fyrstu níu mánuðina var 8,9% af
veltu sem er undir markmiði félagsins um 10-12% á ári. 

 Marel gerir ráð fyrir að tekjur ársins 2012 vaxi um 5-6% milli ára og áætlar
nú að rekstrarhagnaður ársins verði um 9% af veltu sem er endurmat á fyrra
markmiði. 



Theo Hoen, forstjóri:

“Markaðsaðstæður á árinu hafa verið krefjandi og niðurstöður síðustu tveggja
ársfjórðunga voru undir væntingum okkar. Miðað við aðstæður megum við þó vel
við una. Vöxtur á árinu er umtalsverður, rekstrarhagnaður er nærri 9% af veltu
og við gerum ráð fyrir að ná fyrri arðsemi aftur innan tíðar. Við teljum að
eftirspurn sé að byggjast upp og það eru mörg spennandi verkefni í gangi sem
við eigum von á að verði að pöntunum í náinni framtíð. 

Marel er í lykilstöðu með öflugt alþjóðlegt sölu- og þjónustunet og með
leiðandi lausnir á markaðnum. Við sjáum góðan árangur af nýju markaðsdrifnu
skipulagi fyrirtækisins. Það gengur vel í fiskiðnaði og við væntum aukinnar
eftirspurnar frá kjötiðnaði á næstunni. Á heildina litið gengur vel að
framfylgja vaxtarstefnu félagsins og ég lít komandi ár bjartsýnum augum.“ 



Tekjur áætlaðar um 700 milljónir á árinu 2012

Tekjur Marel námu 535,6 milljónum evra á fyrstu níu mánuðum ársins 2012 og
jukust um 10,6% miðað við sama tímabil árið 2011. Vöxtur Marel hefur verið
hraður á undanförnum árum. Þriðji ársfjórðungur endurspeglar hægari vöxt í
hagkerfum heimsins sem hefur skapað óvissu og tafið fjárfestingar. 

Marel hefur lagt áherslu á að afkoma félagsins sé breytileg milli ársfjórðunga.
Um þessar mundir kemur óvissa í efnhagsumhverfinu fram í rekstri félagsins. 
Hins vegar er skipting tekna eftir landssvæðum áfram í góðu jafnvægi á þriðja
ársfjórðungi, s.s. stór verkefni í Kanada, Sádí-Arabíu og Rússlandi. Eins og
fjallað er um nánar í kaflanum „Markaðir“ eru markaðshorfur áfram jákvæðar þar
sem spáð er stöðugum vexti í prótíniðnaði. Marel stefnir áfram að því að ná 1
milljarði evra í veltu á árinu 2015. 



Gert er ráð fyrir 9% EBIT framlegð á árinu 2012

  -- Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 47,4 milljónum evra á fyrstu níu mánuðum
     ársins, sem er 8.9% af tekjum, samanborið við 51,5 milljónir evra
     (leiðrétt)
[2]
 á sama tímabili á síðasta ári. 
  -- Gert er ráð fyrir að EBIT framlegð ársins 2012 verði um 9%.

Rekstarhagnaður eykst milli fjórðunga og hefur hækkað í 8,6% af veltu úr 6,5%
sem  er undir markmiði félagsins.  Ástæður þess eru á sömu lund og á síðasta
fjórðungi:  Það er enn kostnaðarauki við framkvæmd ýmissa verkefna og
samsetning seldra vara er óhagstæð vegna aðstæðna á mörkuðum. Eftirspurn var
minni eftir stöðluðum vörum en stærri verkefnum sem hafa lægri framlegð. Hins
vegar má gera ráð fyrir að stærri verkefni auki síðar eftirspurn eftir
stöðluðum vörum og þjónustu. 



Staða pantanabókar er viðunandi

Á þriðja ársfjórðungi var andvirði nýrra pantana lægra en undanfarna
ársfjórðunga, en virði þeirra nam 133 milljónum evra. Tímasetning stórra
pantana hefur ávallt áhrif á stærð pantanabókarinnar sem nú stendur í 151,4
milljónum evra. Viðskiptavinir Marel eru almennt að kljást við erfitt
efnahagsástand en auk þess hærra fóðurverð. Þetta hefur leitt til tafa á
fjárfestingum, bæði í einstökum tækjabúnaði og stærri vinnslukerfum sem og
varahlutum og þjónustu. Fyrirliggjandi verkefni hjá fyrirtækinu eru vel
viðunandi. Markaðsstaða félagsins er sterk og horfur fyrir nýjar pantanir eru
jákvæðar þar sem áframhaldandi stöðugum vexti er spáð á prótínmarkaði á næstu
árum. 



Kynningarfundur 25. október 2012

Marel boðar til kynningarfundar um afkomu félagsins fimmtudaginn 25. október
kl. 8:30 í húsnæði félagsins að Austurhrauni 9, Garðabæ. Fundinum verður einnig
netvarpað: www.marel.com/webcast. 



Sjá fréttatilkynningu í fullri lengd í meðfylgjandi pdf viðhengi.



[1]Þetta er leiðrétt fjárhæð fyrir 3. ársfjórðung 2011 (um 7,3 milljónir) í
samræmi við upplýsingagjöf á fjárfestafundi vegna 2. ársfjórðungs en þar kom
fram að pantanabók hafði verið leiðrétt í kjölfar nýs skipulags fyrirtækisins. 

[2]Án einskiptiskostnaðar vegna  samninga um nýtt fyrirkomulag
lífeyrissjóðsmála sem nam 11,1 milljón evra.