2015-03-13 15:38:28 CET

2015-03-13 15:39:29 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Byggðastofnun - Ársreikningur

Byggðastofnun - Ársreikningur 2014


Ársreikningur Byggðastofnunar 2014

Ársreikningur Byggðastofnunar fyrir árið 2014, var staðfestur af stjórn
stofnunarinnar 13. mars 2015. 

Hagnaður ársins nam 349,2 milljónum króna.  Eiginfjárhlutfall í lok júní skv.
eiginfjárákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki var 20,2% en var 16,1%
í lok árs 2013. 

Um stofnunina gilda lög um Byggðastofnun nr. 106/1999 og reglugerð nr.
347/2000.  Hlutverk Byggðastofnunar er að vinna að eflingu byggðar og
atvinnulífs á landsbyggðinni.  Í samræmi við hlutverk sitt vinnur stofnunin að
undirbúningi, skipulagi og fjármögnun verkefna og veitingu lána með það að
markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi.
Fjármögnun verkefna skal eftir föngum vera í samstarfi við aðra.  Byggðastofnun
fylgist með þróun byggðar í landinu, m.a. með gagnasöfnun og rannsóknum.
Stofnunin skipuleggur og vinnur að atvinnuráðgjöf í samstarfi við
atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og aðra. Stofnunin getur gert eða látið gera
áætlanir um þróun byggðar og atvinnulífs í þeim tilgangi að treysta búsetu og
atvinnu í byggðum landsins. Stofnunin getur einnig tekið þátt í gerð
svæðisskipulags samkvæmt skipulagslögum. 

Helstu niðurstöður úr ársreikningi Byggðastofnunar 2014

  -- Hagnaður ársins nam 349,2 milljónum króna.
  -- Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtæki var 20,2% en skal að
     lágmarki vera 8%
  -- Hreinar vaxtatekjur voru 399,4 milljónir króna eða 49,1% af vaxtatekjum,
     samanborið við 437,4 milljónir króna (43,8% af vaxtatekjum) hreinar
     vaxtatekjur árið 2013.
  -- Laun og annar rekstrarkostnaður nam 387,1 milljónum króna samanborið við
     373,6 milljónir árið 2013.
  -- Eignir námu 13.917 milljónum króna og hafa lækkað um 955,4 milljónir frá
     árslokum 2013.  Þar af voru útlán og fullnustueignir 10.822 milljónir.
  -- Skuldir námu 11.265 milljónum króna og lækkuðu um 1.304,6 milljónir á
     árinu.
  -- Veittar ábyrgðir utan efnahagsreiknings námu 18,8 milljónum króna. 

Um ársreikninginn

Hagnaður ársins nam 349,2 milljónum króna.  Skýrist hagnaður tímabilsins fyrst
og fremst á lægri framlögum á afskriftarreikning útlána, matsbreytingu
hlutabréfa og sölu fullnustueigna. 

Eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar var 20,2% í lok tímabilsins.

Horfur

Eiginfjárstaða stofnunarinnar er sterk og gefur henni færi á að vera öflugur
bakhjarl fyrirtækja á landsbyggðinni. 

Umsóknir um nýjar lánveitingar jukust á árinu 2014 og er gert ráð fyrir
áframhaldandi aukningu á lánveitingum á árinu 2015. 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar í
síma 455 5400 eða á netfanginu adalsteinn@byggdastofnun.is 




Lykiltölur úr ársreikningi



                         2014        2013        2012        2011        2010   
                       Þús. kr.    Þús. kr.    Þús. kr.    Þús. kr.    Þús. kr. 
Rekstrarreikningur                                                              
Vaxtatekjur              813.793     998.367   1.239.328   1.325.644   1.211.531
Vaxtagjöld               414.371     561.002     645.570     685.712     677.608
Hreinar vaxtatekjur      399.422     437.365     593.757     639.933     533.922
                     -----------------------------------------------------------
Rekstrartekjur           448.940     559.846     193.296     319.051     228.635
Hreinar                  848.362     997.211     787.054     958.983     762.558
 rekstrartekjur                                                                 
                     -----------------------------------------------------------
Rekstrargjöld            499.145     808.294     939.827   1.194.695   3.390.472
Hagnaður (-tap)          349.217     188.917    -152.773    -235.712  -2.627.914
 ársins                                                                         
                     -----------------------------------------------------------
Með rekstrargjöldum                                                             
 eru færð framlög í                                                             
 afskriftareikning                                                              
 útlána og matsbr.                                                              
 hlutafjár                                                                      
Framl. í                -117.243      50.960     444.940     710.772   2.894.164
 afskriftarr. útlána                                                            
 og matsbr. hlutaf                                                              
Efnahagsreikningur    31.12.2014  31.12.2013  31.12.2012  31.12.2011  31.12.2010
Eignir                                                                          
Sjóður og kröfur á     2.062.688   2.421.208   2.213.327   2.464.230   1.875.859
 lánastofnanir                                                                  
Útlán                 10.821.632  11.570.492  13.421.549  14.214.991  14.063.814
Eignahlutir í            902.395     809.599     763.001     881.276     951.483
 félögum                                                     
Aðrar eignir             130.216      71.009     340.102      89.266     103.318
Eignir samtals        13.916.931  14.872.307  16.737.980  17.649.763  16.994.474
                     -----------------------------------------------------------
Skuldir og eigið fé                                                             
Lántökur              11.161.775  12.458.421  14.549.688  17.137.891  17.229.307
Aðrar skuldir            103.500     111.448      74.769     245.578     263.161
Skuldir samtals       11.265.275  12.569.868  14.624.458  17.383.468  17.492.468
                     -----------------------------------------------------------
Eigið fé               2.651.656   2.302.439   2.113.522     266.295    -497.993
Skuldir og eigið fé   13.916.931  14.872.307  16.737.980  17.649.763  16.994.474
 samtals                                                                        
                     -----------------------------------------------------------
Veittar ábyrgðir          18.807      22.552     216.398     218.330     220.659
 utan                                                                           
 efnahagsreiknings                                                              
Sjóðstreymi              2014        2013        2012        2011        2010   
Handbært fé (-til)       556.712     787.953     638.877     555.887  -1.621.193
 frá rekstri                                                                    
Fjárfestingarhreyfin     569.609     324.400     617.252     375.980     132.408
gar                                                                             
Fjármögnunarhreyfing  -1.484.841    -904.473  -1.507.031    -343.495   1.197.231
ar                                                                              
Hækkun/(-lækkun) á      -358.520     207.880    -250.903     588.371    -291.554
 handbæru fé                                                                    
                     -----------------------------------------------------------
Handbært fé í          2.421.208   2.213.327   2.464.230   1.875.859   2.167.413
 ársbyrjun                                                                      
Handbært fé í árslok   2.062.688   2.421.208   2.213.327   2.464.230   1.875.859
                     -----------------------------------------------------------
Eiginfjárhlutfall         20,20%      16,12%      12,55%       1,34%      -2,40%
 samkvæmt lögum um                                                              
 lánastofnanir aðrar                                                            
 en viðskiptabanka                                                              
 og sparisjóði