2015-07-06 17:44:38 CEST

2015-07-06 17:44:57 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fjarskipti hf. - Fyrirtækjafréttir

Fjarskipti hf. : Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar


Á aðalfundi Fjarskipta hf. þann 19. mars 2015 var samþykkt að heimila félaginu
kaup á eigin hlutum allt að 10% af hlutafé félagsins, í þeim tilgangi að koma á
viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega
endurkaupaáætlun.

Stjórn Fjarskipta hf. hefur á grundvelli fyrrgreindrar samþykktar tekið ákvörðun
um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum í þeim tilgangi að lækka
útgefið hlutafé félagsins.

Endurkaupin munu að hámarki nema 10.300.000 hlutum eða 3,06% af útgefnum hlutum
í Fjarskiptum hf., en þó þannig að heildarkaupverð verði ekki meira en 400 m.kr.
Áætlunin er í gildi til 31. desember 2015 eða skemur ef skilyrði um hámarkskaup
eru uppfyllt fyrir þá dagsetningu.

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hf. mun hafa umsjón með framkvæmd
endurkaupaáætlunarinnar og taka allar viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum
og tímasetningu kaupanna óháð félaginu.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr.
2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr.
630/2005.

Kaup samkvæmt endurkaupaáætluninni verða framkvæmd í áföngum, þó þannig að kaup
hvers dags munu að hámarki nema 321.267 hlutum eða sem nemur 25% af meðaltali
daglegra viðskipta með hlutabréf félagsins á aðalmarkaði Kauphallar Íslands hf.
í júní 2015.

Verð fyrir hvern hlut skal vera að hámarki hæsta verð síðustu óháðu viðskipta
eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í þeim viðskiptakerfum þar sem
viðskipti með hlutina fara fram, hvort sem er hærra, í samræmi við 3. mgr. 55.
gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995.

Viðskipti Fjarskipta hf. með eigin hluti á grundvelli endurkaupaáætlunarinnar
verða tilkynnt eigi síðar en við lok sjöunda viðskiptadags eftir að viðskiptin
fara fram.



Nánari upplýsingar:

Bára Mjöll Þórðardóttir, barath@vodafone.is, sími 669 9299.


[HUG#1934808]