2008-02-15 11:00:22 CET

2008-02-15 11:01:24 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Milestone ehf. - Ársreikningur

2007


HAGNAÐUR MILESTONE 21,3 MILLJARÐAR ÁRIÐ 2007


MEGINATRIÐI ÁRSREIKNINGS 2007

●  Hagnaður eftir skatta nam 21,3 milljörðum króna árið 2007.

●  Heildartekjur félagsins voru 56 milljarðar á árinu.

●  Heildareignir Milestone voru 392 milljarðar í árslok 2007.

●  Eigið fé nam 69,5 milljörðum króna þann 31. desember 2007.

●  Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli var 48,8%.

●  Eiginfjárhlutfall samstæðu var 18% og eiginfjárhlutfall móðurfélags var 73%
   í   árslok 2007. 

●  Í lok tímabilsins var samstæðan með jafnvirði 379 milljarða króna í
   eignastýringu. 

●  Allar skráðar eignir Milestone eru færðar á markaðsvirði í bókum félagsins.


4 ÁRSFJÓRÐUNGUR 2007

●  Tap á fjórða ársfjórðungi nam 5,8 milljörðum eftir skatta.

●  Milestone og dótturfélög eiga samtals 10,2% hlut í sænska
   fjárfestingabankanum Carnegie sem er skráður í OMX Nordic Exchange í
   Stokkhólmi. 

●  Félög innan samstæðu Milestone eru stærstu hluthafar í Carnegie og Anders
   Fällman, forstjóri dótturfélags Milestone, var kosinn stjórnarformaður
   Carnegie á fjórða ársfjórðungi. 

●  Milestone tilkynnti í desember um kaup á 75,9% hlut í KIB bankanum í
   Makedóníu. 


ÞRÓUN FRÁ ÁRSLOKUM 2007

●  Stjórn Milestone hefur ákveðið, með fyrirvara um samþykki fjármálaeftirlits í
   Svíþjóð og á Íslandi, að færa allar íslenskar eignir félagsins undir sænsku
   fjármálasamstæðuna Invik, sem verður áfram dótturfélag Milestone. 

●  Eftir eignafærsluna á árinu 2008 munu öll fyrirtæki Milestone verða
   dótturfélög Invik, þar með talin íslensku fjármálafyrirtækin Sjóvá, Askar
   Capital og Avant. 


KARL WERNERSSON, STJÓRNARFORMAÐUR MILESTONE
„Þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður var rekstur dótturfélaga Milestone í
fjármálaþjónustu góður á árinu. Rekstrarniðurstaðan 2007 staðfestir styrk og
sveigjanleika fyrirtækisins og Milestone hefur fest sig í sessi sem norræn
fjármálasamstæða. Eignir fyrirtækisins hafa meira en tvöfaldast frá 2006 og
hagnaður er góður í ljósi talsverðra sveiflna á fjármálamörkuðum. Trú mín á
norrænan fjármálamarkað er mikil þrátt fyrir að erfiðleikar hafi steðjað að
fjármálafyrirtækjum að undanförnu. Ég er sannfærður um að það mun hafa jákvæð
áhrif á Milestone til langs tíma að samþætta starfsemi þess frekar og það mun
auðvelda okkur að styrkja stöðu okkar á norrænum fjármálamarkaði.“ 

GUÐMUNDUR ÓLASON, FORSTJÓRI MILESTONE
„Milestone náði góðri fótfestu á norrænum fjármálamarkaði á árinu. Samþætting
Milestone og Invik gekk vonum framar auk þess sem samstæða Milestone er nú
stærsti hluthafinn í sænska fjárfestingabankanum Carnegie. Áhersla okkar á
tryggingastarfsemi, bankarekstur og eignastýringu er mikil og Milestone hefur
styrkst verulega á skömmum tíma. Undirliggjandi rekstur dótturfélaga er
traustur og efnahagur Milestone endurspeglar áherslu félagsins á
fjármálaþjónustu. Meira en 75% af eignum Milestone eru á erlendri grundu og það
liggur fyrir að framtíðarvöxtur fyrirtækisins verður á Norðurlöndum. Aukin
áhersla á uppbyggingu fjármálafyrirtækja okkar utan Íslands er rökrétt skref
fyrir félagið. Vöxtur erlendis eykur áhættudreifingu Milestone og auðveldar
okkur að nýta framtíðarsóknarfæri og framfylgja markmiðum félagsins um arðsemi
og frekari vöxt.“ 

UM MILESTONE
Milestone er norræn fjármálasamstæða með áherslu á tryggingaekstur,
bankastarfsemi og eignastýringu. Innan samstæðunnar eru átta fjármálafyrirtæki
í meirihlutaeigu Milestone sem lúta viðeigandi eftirliti á Norðurlöndum og í
Lúxemborg. 

Dregið hefur verulega úr vægi íslenskra fyrirtækja í samstæðu Milestone þar sem
75% af eignum fyrirtækisins eru á erlendri grundu. Á meðal dótturfélaga
Milestone eru tryggingafélögin Sjóvá og Moderna, bankarnir Askar Capital og
Banque Invik auk eignastýringafélagsins Invik Funds. 

Frekari upplýsingar um Milestone má nálgast á vefsíðu félagsins,
www.milestone.is 

HORFUR FYRIR ÁRIÐ 2008
Þrátt fyrir erfitt árferði á fjármagnsmörkuðum gera áætlanir félagsins ráð
fyrir rekstrarhagnaði á árinu 2008. Stjórn Milestone hefur ákveðið, með
fyrirvara um samþykki fjármálaeftirlits í Svíþjóð og á Íslandi, að færa allar
íslenskar eignir félagsins undir sænsku fjármálasamstæðuna Invik, sem verður
áfram dótturfélag Milestone. Eftir eignafærsluna á árinu 2008 munu öll
fyrirtæki Milestone verða dótturfélög Invik, þar með talin íslensku
fjármálafyrirtækin Sjóvá, Askar Capital og Avant. 

Í áætlunum Milestone fyrir árið 2008 er ráðgerð áframhaldandi þróun á
eignasafni félagsins á fyrri hluta árs 2008 sem mun meðal annars fela í sér
sölu á ýmsum fasteignaverkefnum og hlutum í óskráðum félögum sem eru ekki í
fjármálastarfsemi. Á árinu dróg verulega úr áhættu í rekstri Milestone og
félagið er vel í stakk búið til að mæta mögulegum óróa á fjármálamarkaði. Þrátt
fyrir krefjandi aðstæður á hlutabréfamarkaði þá hefur Milestone mikla trú á
fjárfestingum félagsins í skráðu félögunum Glitni og Carnegie og til marks um
það hefur Milestone ekki í hyggju að minnka við hlut sinn í félögunum á árinu. 

NÁNARI UPPLÝSINGAR

www.milestone.is

www.sjova.is
www.invik.se
www.askar.is

Eða hjá

Guðmundi Ólasyni, forstjóra
Sími: 414 1800