2016-04-20 17:49:01 CEST

2016-04-20 17:49:01 CEST


REGLERAD INFORMATION

Isländska Engelska
Íbúðalánasjóður - Fyrirtækjafréttir

Mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs mars 2016


Aukin útlán

Heildarútlán Íbúðalánssjóðs í mars 2016 námu 1,5 milljörðum króna. Heildarútlán
sjóðsins á fyrsta ársfjórðungi námu 3,3 milljörðum króna og er það helmingi
hærra en heildarútlán á fyrsta ársfjórðungi árið 2015. 

Minni vanskil

Frá lok júlí 2015 hafa vanskil einstaklinga dregist saman. Svipaða sögu má
segja um vanskil lögaðila. Heildarkröfuvirði í vanskilum hefur lækkað um 21
milljarð á þessum átta mánuðum. Vanskil tengjast 6,2% af lánasafni ÍLS en
hlutfallið var 8,67% í lok júlí 2015. 

Sala fullnustueigna gengur vel

Sala fullnustueigna hefur gengið vel það sem af er ári. Alls hafa 133 eignir
verið seldar og kauptilboð samþykkt í 474 eignir til viðbótar.  Sjóðurinn átti
1.287 eignir í lok mars og hefur 90% þeirra verið ráðstafað í leigu,
sölumeðferð eða vinnslu.

manaarskyrsla mars.pdf