2013-03-06 15:53:13 CET

2013-03-06 15:54:15 CET


REGULATED INFORMATION

This message has been corrected. Click here to view the corrected message

Islandic
Reykjaneshöfn - Ársreikningur

Ársreikningur Reykjaneshafnar 2012


Meðfylgjandi er ársreikningur Reykjaneshafnar fyrir árið 2012 og
fréttatilkynning vegna hans, en ársreikningurinn var lagður fram og samþykktur
af hafnarstjórn 06. mars 2013. 



                                                                     Fjárhags-  
                                     2012             2011         áætlun 2012  
Rekstrartekjur                    180.968.292      279.695.668       329.680.000
Rekstrargjöld                     198.825.912      219.577.839       203.578.000
Hagnaður fyrir afskriftir          28.389.209      109.094.372       163.870.000
Rekstrarniðurstaða               (17.857.620)       60.117.829       126.102.000
Tap ársins                       ( 667.074.903)   ( 557.441.291)  ( 506.096.000)
Eignir                            31.12. 2012      31.12. 2011    áætlun 2012   
Fastafjármunir                    2.706.305.146    2.691.181.100   2.847.579.000
Veltufjármunir                    178.513.242      320.207.654     271.547.000  
Eignir                            2.884.818.388    3.011.388.754   3.119.126.000
Eigið fé og skuldir               31.12. 2012      31.12. 2011     áætlun 2012  
Eigið fé                               (                (                (      
                                 3.851.709.467)   3.231.818.167)  3.608.685.000)
Langtímaskuldir og                6.341.670.384    5.736.130.310   6.158.490.000
 skuldbindingar                                                                 
Skammtímaskuldir                    394.857.471      507.076.611   569.321.000  
Skuldir                          6.736.527.855    6.243.206.921    6.727.811.000
Eigið fé og skuldir              2.884.818.388    3.011.388.754    3.119.126.000
                                  31.12. 2012      31.12. 2011     áætlun 2012  
Handbært fé til rekstrar         (202.043.266)    143.496.757)     151.420.000  
Veltufé til rekstrar              (286.417.936)    (386.694.855)   314.157.000  





Ársreikningur Reykjaneshafnar er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög
um ársreikninga og ársreikninga sveitarfélaga og auglýsingar
fjármálaráðuneytisins um reikningsskil sveitarfélaga. 

Starfsemi Reykjaneshafnar er fjármögnuð með rekstratekjum frá hafnarrekstri og
rekin sem fjárhagslega sjálfstætt fyrirtæki í 100% eigu Reykjanesbæjar. 

Rekstrartekjur hafnarinnar á árinu 2012 námu 181 millj. kr. og rekstrargjöld
kr. 152,6 m.kr. og þar af laun 65,4 m.kr. samkvæmt  ársreikningi.  Hagnaður
fyrir afskriftir 28,4 m.kr.  Afskriftir 46,2 m.kr. fjármunatekjur og -gjöld 
649,2 mkr. en tap ársins 667,1 mkr. 

Framkvæmdir voru óverulegar á árinu 2012, unnið við gatnagerð, lóðir og
fjárfest fyrir 12,1 m.kr. 


Framtíðarsýn:

Lóðaúthlutun í Helguvík hefur nánast stöðvast frá árinu 2008 og en reiknað með
úthlutun lóða á árinu 2013 m.a. hjá AGC ehf. með glýkólverksmiðju. 

Reykjaneshöfn undirritaði 27.4. 2006 hafnarsamning og lóðarsamning í Helguvík
við Norðurál. Fyrirhugað er að reisa allt að 270 þúsund tonna álver í áföngum. 
Fyrsti áfangi yrði 90 þúsund tonna álver og hófust byggingarframkvæmdir við
hann í  maí 2008.  Óvíst er hvenær framleiðsla hefist en vonast að það verði á
árinu 2014. 

Góðar framtíðarhorfur Reykjaneshafnar.

Þrátt fyrir erfiðan rekstur Reykjaneshafnar árið 20112 og skuldir sem nema um
6,7 milljörðum króna, mun eignastaða Reykjaneshafnar styrkjast á næstu árum. 
Það byggir á því að virði lóðargjalda á óúthlutuðum lóðum í Helguvík, samkvæmt
gjaldskrá, er um 4,5 milljarðar kr. 

Eftir endurfjármögnun langtímalánanna á árinu 2011, þá er áætlað að rekstur
hafnarinnar muni komast í jafnvægi á næstu árum með auknum tekjum vegna
hafnargjalda, lóðargjalda, lóðarleigu og fasteignarskatta tekjurnar verði hærri
en fjármagnskostnaðurinn og höfnin nái að greiða niður skuldir sínar.  Í þeim
áætlunum sem unnið er með gagnvart lánveitendum er gert fyrir að
byggingarframkvæmdir við kísilver fari af stað sumarið 2013 og rekstur hefjist
í byrjun ársins 2015 . 

Einnig vekur nýtt boð ríkisstjórnarinnar, sem felur fjármála- og
efnahagsráðherra að hefja viðræður um aðkomu ríkisins að hafnarframkvæmdum í
Helguvík, væntingar um að Helguvík njóti sama fjárstuðning ríkissjóðs og
uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka í Norðurþingi.