2015-07-21 12:14:24 CEST

2015-07-21 12:15:25 CEST


REGLERAD INFORMATION

Isländska Engelska
Arion Bank hf. - Fyrirtækjafréttir

Standard & Poor´s hækkar lánshæfismat Arion banka í fjárfestingarflokk


Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor´s hefur hækkað lánshæfismat
Arion banka úr BB+ í BBB- með stöðugum horfum. Nýja lánshæfismatið, sem kemur í
kjölfar kynningar áætlunar um afnám gjaldeyrishafta, setur bankann í
fjárfestingarflokk. Nýverið hækkaði Standard & Poor‘s lánshæfismat íslenska
ríkisins úr BBB- í BBB. 

Lánshæfismatið endurspeglar stöðu bankans á innlendum markaði og sterka stöðu
hvað varðar eigið fé, lausafé og afkomu. 

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka:

„Það er mikilvægt fyrir okkur og okkar viðskiptavini að bankinn skuli vera
kominn í fjárfestingarflokk. Bankinn hefur haft góðan aðgang að erlendri
fjármögnun eins og 300 milljóna evra og 500 milljóna norskra króna
skuldabréfaútgáfur bankans fyrr á þessu ári bera vott um. Hins vegar stækkar
hópur mögulegra fjárfesta til muna nú þegar bankinn er kominn í
fjárfestingarflokk. Þannig getum við styrkt fjármögnun bankans enn frekar með
það að markmiði að lækka fjármögnunarkostnað. Aukið aðgengi að erlendum
fjármagnsmörkuðum gerir okkur betur í stakk búin til þess að þjónusta
viðskiptavini okkar sem þurfa á erlendri fjármögnun að halda.“ 

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs
Arion banka, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 856 7108.