2014-12-03 10:31:01 CET

2014-12-03 10:32:01 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Marel hf. - Fyrirtækjafréttir

Leiðrétting Marel hf. – Veiting kauprétta


Í fyrri útgáfu vantaði eitt nafn í töfluna. Það hefur nú verið leiðrétt.

Stjórn Marel hf. ákvað þann 2. desember 2014 að veita framkvæmdastjórn
félagsins kauprétti á allt að 2,5 milljónum hluta í félaginu. 

Kaupréttarsamningunum er ætlað að samtvinna hagsmuni starfsmanna og félagsins
til lengri tíma. Er þetta í samræmi við starfskjarastefnu félagsins sem
samþykkt var á síðasta aðalfundi Marel í mars 2014. Allir meðlimir
framkvæmdastjórnar Marel að forstjóra undanskildum fá sama magn kauprétta eða
225 þúsund. 

Meginefni kaupréttarsamninganna er eftirfarandi:

  -- Veittur er kaupréttur á hlutabréfum á grunnverðinu EUR 0,8613 á hlut [1]
     sem hækkar árlega um 3% (e. hurdle rate). Verðið skal leiðrétt fyrir
     arðgreiðslum sem kunna að verða greiddar frá útgáfudegi kaupréttanna.
  -- Kaupréttirnir verða virkir í þrennu lagi, fyrst verða 60% kaupréttanna virk
     í apríl  2018, síðan 20% í apríl 2019 og loks 20% í apríl 2020. Heimilt
     verður að nýta áunna kauprétti tvisvar á ári, í apríl og október.
     Starfsmenn geta frestað nýtingu á kaupréttum sínum til ársins 2021, þegar
     samningarnir renna út og falla þá virkir en ónýttir kaupréttir niður á sama
     tíma.
  -- Kaupréttarhafar þurfa að kaupa hlutabréf í Marel fyrir nettó hagnað (eftir
     skatta og kostnað) af innleystum kaupréttum og halda þeim bréfum til
     starfsloka hjá Marel.

Heildarfjöldi hluta sem Marel hf. hefur nú veitt starfsmönnum sínum kauprétt að
eru 16,9 milljónir og er þá meðtalin þessi nýja úthlutun kauprétta.
Heildarkostnaður félagsins vegna nýju samninganna á næstu fimm árum er áætlaður
um 346 þúsund evra og er þá byggt á reiknilíkani Black-Scholes. 

Árni Sigurðsson yfirmaður stefnumótunar og þróunar tekur nú sæti í
framkvæmdastjórn félagsins. 

Nánari upplýsingar um kauprétti sem veittir eru framkvæmdastjórn.



Nafn:      Staða:                   Nýr      Fyrri og       Eignarhluti í eigin 
                                     kaupré   ónýttur        nafni og eða       
                                    ttur      kaupréttur     tengdra aðila      
Anton de   Yfirmaður                225.000        665.000                     0
 Weerd      Kjúklingaiðnaðar                                                    
Árni       Yfirmaður stefnumótunar  225.000              0                     0
 Sigurdss   og þróunar                                 
on                                                                              
Davíð      Yfirmaður mannauðsmála   225.000         60.000                50.000
 Freyr                                                                          
 Oddsson                                                                        
David      Yfirmaður Iðnaðarseturs  225.000        260.000                     0
 Wilson     kjöts                                                               
Gerrit     Yfirmaður Iðnaðarseturs  225.000        335.000                     0
 Den Bok    frekari vinnslu                                                     
Linda      Fjármálastjóri           225.000        182.500                     0
 Jónsdótt                                                                       
ir                                                                              
Paul van   Yfirmaður alþjóðlegrar   225.000         60.000                     0
 Warmerda   framleiðslu-og                                                      
m           aðfangastýringar                                                    
Pétur      Yfirmaður alþjóðlegrar   225.000        665.000               159.430
 Guðjónss   sölu og þjónustu                                                    
on                                                                              
Sigsteinn  Aðstoðarforstjóri        225.000        537.500                25.997
 Grétarss                                                                       
on                                                                              
Sigurdur   Yfirmaður iðnaðarseturs  225.000              0                     0
 Ólason     fisks                                                               
Viðar      Yfirmaður alþjóðlegrar   225.000        132.500                     0
 Erlingss   nýsköpunar og þróunar                                               
on                         

[1] Kaupréttargengið er ákvarðað út frá lokagengi hlutabréfa Marel hf. á NASDAQ
OMX Iceland hf. þann 2. Desember 2014, þ.e. ISK 132,50 á hlut, umreiknað með
miðgengi Seðlabanka Íslands fyrir EUR/ISK: 153,83.