2009-01-30 17:09:37 CET

2009-01-30 17:10:38 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Nýherji hf. - Hluthafafundir

- Aðalfundur Nýherja verður haldinn 6. febrúar 2009


Aðalfundur Nýherja hf. verður haldinn föstudaginn 6. febrúar 2009 í
ráðstefnusal félagsins, Borgartúni 37, og hefst fundurinn kl. 16:00. 

Á dagskrá fundarins verða:

1.  Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt gr. 4.5 í samþykktum félagsins.

2.  Tillaga um heimild félagsins til kaupa á eigin hlutum, sbr. 55 gr.
hlutafélagalaga. 

Aðalfundur Nýherja haldinn 6. febrúar 2009 samþykkir heimild til handa stjórn
félagsins til að kaupa allt að 10% af nafnverði hlutafjár félagsins, sbr. VIII.
kafla laga nr. 2/1995 um hlutafélög.  Kaupgengi hluta má ekki vera meira en 20%
hærra eða lægra en síðasta skráða gengi á Kauphöll Íslands. Gildistími
heimildarinnar er allt að átján mánuðir. 

3.  Tillaga um ráðstöfun hagnaðar:

Stjórn félagsins leggur til að greiddar verði 0,20 kr. á hlut í arð til
hluthafa vegna rekstrarársins 2008 eða kr. 55.122.155. Að öðru leyti er vísað
til ársreikningsins um ráðstöfun hagnaðar og aðrar breytingar á
eiginfjárreikningum.  Arður verður greiddur út þann 30. mars næstkomandi í
samræmi við eign hluthafa eins og hún er á arðsréttindadegi miðvikudaginn 11.
febrúar. Viðskipti án arðs hefjast mánudaginn 9. febrúar 2009. Greiðsla arðs
fer fram eftir að 30 dagar eru liðnir frá arðsréttindadegi sem er í samræmi við
greiðsluáætlanir félagsins. 

4.  Tillaga um þóknun til stjórnarmanna:

Fyrir liggur tillaga um að laun stjórnarmanna lækki um 10% og að laun til
stjórnarmanna og varamanna þeirra í stjórn Nýherja hf. fyrir árið 2008 verði
eftirfarandi: 
Formaður kr. 2.550.000, Meðstjórnendur kr. 850.000, Varamaður kr. 63.000 fyrir
hvern fund. 

5.  Önnur mál, löglega upp borin.

Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki geta
sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð, verða að gera það skriflega.
Ársreikningur og tillögur sem lagðar verða fram á fundinum verða settar á vef
félagsins, www.nyherji.is, þann 30. janúar nk. 
Framboð til stjórnar Nýherja hf. á aðalfundi félagsins 6. febrúar 2009. 


Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn Nýherja, sem
kjörin verður á aðalfundi 6. febrúar næstkomandi, en þeir eiga allir setu í
fráfarandi stjórn. 

STJÓRN

Árni Vilhjálmsson, kt: 110532-3509, Hlyngerði 10, 108 Reykjavík.           

Störf: 
Núverandi störf eru stjórnarformennska og stjórnarseta í hlutafélögunum HB
Grandi hf., Hampiðjan hf., Hvalur hf., Fiskveiðahlutafélagið Venus hf., Nýherji
hf. o.fl. 
Gegndi starfi prófessors við Viðskiptadeild Háskóla Íslands auk ýmissa annarra
starfa og verkefna. 

Menntun:
Cand. oecon. frá Viðskiptadeild Háskóla Íslands og AM í hagfræði frá Harvard
háskóla. 

Eign og tengsl:
Hlutafjáreign stjórnarmanns: kr.  400.000
Engin hagsmunatengsl eru við viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila.
Stjórnarformaður í Væntingu hf. sem á 28,5% hlutafjár í Nýherja hf. 

Benedikt Jóhannesson, kt. 040555-2699, Selvogsgrunni 27, 104 Reykjavík.
Störf: 
Núverandi starf er framkvæmdastjóri Talnakönnunar hf. og Heims hf., auk
stjórnarformennsku og stjórnarsetu í hlutafélögum svo sem Nýherja hf., N1 og
NBT hf. Fyrri stjórnarstörf í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. o. fl. 

Menntun:  
Ph.D í tölfræði og stærðfræði , MS í Tölfræði , BS í stærðfræði og hagfræði.

Eign og tengsl:
Hlutafjáreign stjórnarmanns: kr.  13.343.947
Engin hagsmunatengsl eru við stóra viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila.
Stjórnarmaður í Áning-fjárfestingar ehf. sem á 13,3% hlutafjár í Nýherja hf. 

Guðmundur Jóh. Jónsson, kt: 041159 2439, Álfhólsvegi 101, 200 Kópavogur.

Störf: 
Framkvæmdastjóri Varðar tryggingar hf., núverandi stjórnarmaður í Nýherja.

Menntun: 
Viðskiptafræðingur frá Seattle University, MBA frá Edinborgarháskóla.

Eign og tengsl:
Hlutafjáreign stjórnarmanns: kr.  534.218
Engin hagsmunatengsl eru við viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila.            

VARASTJÓRN

Jafet S. Ólafsson, kt: 290451-4699, Langagerði 26, 108 Reykjavík.

Störf: 
Framkvæmdastjóri hjá Veigar fjárfestingafélagi. Var  framkvæmdastjóri VBS
fjárfestingabanka í 10 ár, áður Verbréfastofan. 

Menntun: 
Stúdent frá Verslunarskóla Íslands 1973.  Viðskiptafræðingur frá Háskóla
Íslands 1977. 

Eign og tengsl:
Hlutafjáreign :	kr. 5.760.205	  
Engin hagsmunatengsl eru við viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila.