2016-05-25 19:23:17 CEST

2016-05-25 19:23:17 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
HB Grandi hf. - Ársreikningur

Uppgjör HB Granda hf. á fyrsta ársfjórðungi 2016


·   Rekstrartekjur samstæðunnar voru 44,0 m€

·   EBITDA var 12,4 m€ (28,2%)

·   Hagnaður tímabilsins var 5,6 m€

·   Handbært fé frá rekstri nam 6,2 m€



Rekstur fyrstu þriggja mánaða ársins 2016

Rekstrartekjur HB Granda hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins 2016 námu 44,0 m€,
samanborið við 53,3 m€ árið áður.  Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA)
var 12,4 m€ eða 28,2% af rekstrartekjum, en var 21,4 m€ eða 40,1% árið áður. 
Lækkun tekna og EBITDA skýrist af lélegri loðnuvertíð, en móttekinn loðnuafli
til vinnslu nam  17,9 þús. tonn, samanborið við 67,9 þús. tonn árið áður. Áhrif
fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru neikvæð um 0,3 m€, en voru jákvæð um 0,5
m€ á sama tíma árið áður.  Áhrif hlutdeildarfélaga voru neikvæð um 1,2 m€, en
voru neikvæð um 1,0 m€ árið áður.  Hagnaður fyrir tekjuskatt var 7,2 m€ og
hagnaður tímabilsins var 5,6 m€. 

Efnahagur

Heildareignir félagsins námu 410,6 m€ í lok mars 2016. Þar af voru
fastafjármunir 322,0 m€ og veltufjármunir 88,6 m€.  Eigið fé nam 251,2 m€,
eiginfjárhlutfall í lok mars var 61,2%, en var 62,2% í lok árs 2015.
Heildarskuldir félagsins voru í marslok 159,4 m€. 

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri nam 6,2 m€ á tímabilinu, en nam 6,9 m€ á sama tíma
fyrra árs.  Nettó fjárfesting í rekstrarfjármunum nam 2,9 m€ og fjárfesting
vegna nýrra skipa nam 4,9 m€.  Fjármögnunarhreyfingar voru jákvæðar um 3,6 m€. 
Handbært fé hækkaði því um 2,0 m€ á tímabilinu og var í lok mars 13,3 m€. 

Meginniðurstöður færðar til íslenskra króna

Séu niðurstöður rekstrarreiknings reiknaðar til íslenskra króna á meðalgengi
fyrsta ársfjórðungs 2016 (1 evra = 141,2 kr) verða tekjur 6,2 milljarðar króna,
EBITDA 1,8 milljarður og hagnaður 0,8 milljarðar.  Séu niðurstöður
efnahagsreiknings reiknaðar til íslenskra króna á gengi 31. mars 2016 (1 evra =
140,2 kr) verða eignir samtals 57,5 milljarðar króna, skuldir 22,3 milljarðar
og eigið fé 35,2 milljarðar. 

Skipastóll og afli

Skipafloti félagsins var óbreyttur frá áramótum.

Á fyrsta ársfjórðungi ársins 2016 var afli skipa félagsins 13,0 þúsund tonn af
botnfiski og 29,6 þúsund tonn af uppsjávarfiski. 

Kynningarfundur þann 26. maí 2016

Opinn kynningarfundur um afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi verður haldinn
fimmtudaginn 26. maí klukkan 8:30 í höfuðstöðvum félagsins að Norðurgarði 1.
Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri mun kynna uppgjörið og svara spurningum. 

Frekari skýringar

Afkoma loðnuveiða og vinnslu hefur veruleg áhrif á rekstur HB Granda hf. og þá
sér í lagi fyrsta ársfjórðung hvers árs.  Miklar sveiflur hafa verið bæði í
aflamarki á loðnu og verði afurða á undanförnum árum, samanber neðangreint
yfirlit yfir afkomu á fyrsta ársfjórðungi hvers árs. 

                              F1 2016  F1 2015  F1 2014  F1 2013
Loðnuafli til vinnslu (tonn)   17.907   67.900   23.937   80.651
EBITDA                         12.401   21.390    9.677   16.626
Hagnaður tímabilsins            5.625   13.804    5.637   10.206