2025-03-18 10:35:11 CET

2025-03-18 10:35:14 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Síldarvinnslan hf - Boðun hluthafafundar

Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. Frambjóðendur til stjórnar, endanlegar tillögur og dagskrá aðalfundar 2025


Fundurinn er haldinn rafrænt og í Safnahúsinu Neskaupstað þann 20. mars 2025 kl. 14.

Meðfylgjandi eru upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar félagsins sem eru í kjöri á aðalfundinum 20. mars 2025. Framboðsfrestur er útrunninn. Samkvæmt samþykktum félagsins kýs aðalfundur fimm menn í stjórn og tvo til vara. Fimm einstaklingar eru í kjöri til aðalstjórnar en tveir til varastjórnar og er því sjálfkjörið í stjórn.

Í kjöri til aðalstjórnar eru:

Anna Guðmundsdóttir, fjármálastjóri
Baldur Már Helgason, framkvæmdastjóri
Erla Ósk Pétursdóttir, forstöðumaður
Guðmundur Rafnkell Gíslason, framkvæmdastjóri
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri

Í kjöri til varastjórnar eru:

Arna Bryndís Baldvins McClure, lögfræðingur
Ingi Jóhann Guðmundsson, framkvæmdastjóri

Engar breytingar eru á fyrirliggjandi tillögum fyrir fundinn eða áður birtri dagskrá. Tillögur eru meðfylgjandi.

Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að sækja fundinn, hvort sem er rafrænt eða á staðnum, þurfa að skrá sig á

https://www.lumiconnect.com/meeting/svnagm2025

eigi síðar en kl. 16.00 þann 19. mars 2025, eða degi fyrir fundardag. Með innskráningu þarf að fylgja mynd af skilríkjum og umboð, ef við á.

Allar nánari upplýsingar um hluthafafundinn má finna á vefsíðu félagsins https://svn.is/fjarfestar/

Viðhengi