2013-03-22 18:06:49 CET

2013-03-22 18:07:49 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reginn hf. - Fyrirtækjafréttir

Tilkynning um undirritun leigusamnings við Verkís og kaup á tveimur fasteignafélögum


Eftir lokun markaðar 14. febrúar s.l. sendi Reginn hf., tilkynningu um
samkomulag um leigu og samþykki á tilboðum um kaup á fjórum fasteignafélögum
með fyrirvörum. 

Nú hefur öllum fyrirvörum verið eytt varðandi leigusamning og undirrituðu
Reginn A1 ehf., dótturfélag Regins hf. og Verkfræðistofan Verkís hf.,
leigusamning um fasteignina að Ofanleiti 2 í dag 22. mars. Leigusamningurinn er
til 20 ára. Með þessu móti verður Verkís þriðji stærsti leigutaki félagsins og
leigusamningurinn með þeim lengstu hjá félaginu.  Fasteignin Ofanleiti 2 er
alls 8.012 m2 að stærð. 

Verkís er rótgróið ráðgjafafyrirtæki sem rekur uppruna sinn til ársins 1932 og
er því elsta verkfræðistofa landsins. 

Öllum fyrirvörum hefur verið eytt hvað varðar kaup á fasteignafélögunum
Stórhöfða ehf. og Goshóli ehf. Undirritaður var kaupsamningur milli Regins hf.
og áðurnefndra fasteignafélaga í dag, 22 mars. Fasteignafélögin eiga hluta
Suðurlandsbrautar 4, í Reykjavík. Stærð eignarhluta er 2.608 m2. 

Ekki hefur verið gengið frá kaupsamningi við fasteignafélögin Almenna
byggingarfélagið ehf. og VIST ehf. Verið er að vinna áfram í því máli og verður
sú niðurstaða tilkynnt þegar hún liggur fyrir. 

Kaup þessi fylgja fjárfestingastefnu Regins sem felur í sér að auka hlut
félagsins í skrifstofuhúsnæði. 

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson

Forstjóri Regins hf.

Sími: 512 8900 / 899 6262