2017-06-07 11:01:53 CEST

2017-06-07 11:01:53 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
HB Grandi hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

HB Grandi hefur samið um smíði frystitogara


Skrifað hefur verið undir samning vegna smíði á 81,30 metra löngum og 17,00 metra breiðum frystitogara fyrir HB Granda við spænsku skipasmíðastöðina Astilleros Armon Gijon. Samingsverðið er 44.327.000 EUR eða jafnvirði 4,9 milljarða íslenskra króna. Afhending togarans er áætluð um mitt ár 2019 en stefnt er að því að skipið verði þá stærsti og einn fullkomnasti flakafrystitogarinn sem gerður verður út við norðanvert Atlantshaf.

Sjá einnig frétt þann 3.5.2017 þar sem tilkynnt er að stjórn félagsins hafi ákveðið að ganga til samninga um smíði frystitogara.