2012-08-13 22:00:00 CEST

2012-08-13 22:00:01 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
HS Orka hf - Ársreikningur

Árshlutareikningur 30.6.2012


Reykjanesbæ, 13. ágúst 2012



Stjórn HS Orku hf. samþykkti á fundi sínum í dag árshlutareikning fyrirtækisins
fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2012. Árshlutareikningurinn er gerður í samræmi
við alþjóðlega reikningsskilastaðla, IFRS og er í íslenskum krónum.
Árshlutareikninginn má finna á vefsíðu fyrirtækisins http://www.hsorka.is 

Helstu atriði árshlutareikningsins eru þessi:

· EBITDA er áfram öflug þrátt fyrir lítilsháttar lækkun frá fyrra ári og var
hún  1.391 m.kr. á fyrstu sex mánuði ársins  2012 en var 1.505 m.kr. á sama
tímabili 2011. Hluti skýringar er að upptekt véla sem unnar voru á síðasta ári
á síðari hluta ársins voru nú unnar á fyrri hluta ársins. 

· Eiginfjárhlutfall er mjög sterkt í lok júní 2012 eða um 47,4%. Á tímabilinu
var hlutafé aukið um 4.698 m.kr. og var hið nýja hlutafé greitt inn í lok
febrúar 2012. 

· Reiknaðir fjármagnsliðir hafa ráðandi áhrif á afkomu tímabilsins sem var
neikvæð um 700 m.kr. Þessi neikvæða afkoma er tilkomin vegna lækkunar afleiðna
(framtíðarvirði orkusölusamninga sem tengjast álverði) um 1.528 m.kr. sem er
viðsnúningur frá fyrra ári um 2.654 m.kr. því þá nam hækkun hennar 1.126 m.kr. 

· Þrátt fyrir öfluga EBITDA lækka tekjur um 9% eða um 337 m.kr. og námu 3.466
m.kr. í lok tímabilsins en voru 3.803 m.kr. á sama tímabili árið 2011. Að sama
skapi lækkar rekstrarkostnaður um 8% eða sem nemur 212 m.kr. milli þessara
tímabila. Nokkrar ástæður eru fyrir þessari lækkun tekna, m.a. lækkun á
álverði, en stærst vegur hins vegar að samningur um sölu á 35 MWe til Norðuráls
Grundartanga rann út 1. október 2011. Á móti því kemur að samningur við
Landsvirkjun um kaup á 8 MWe á ári rann út nú um síðustu áramót. Mismunurinn
(27 MWe) hefur síðan að mestu verið seldur á almennum markaði en þar er
nýtingartíminn talsvert lægri. Flutningskostnaður lækkar síðan þar sem ekki er
lengur greitt fyrir flutning þessara 35 MWe til Norðuráls en jafnvirði þess
kostnaðar var áður hluti teknanna. 

· Frekari upplýsingar veitir Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku hf., í síma 860
5208.