2023-01-30 00:00:24 CET

2023-01-30 00:00:24 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Síminn hf. - Innherjaupplýsingar

Síminn hf. - Gengið frá sölu á skuldabréfi


Við sölu á Mílu ehf. til Ardian sem tilkynnt var um þann 30. september 2022 fékk Síminn greitt hluta af söluandvirðinu með skuldabréfi. Skuldabréfið var á gjalddaga árið 2025 en Símanum var heimilt að selja bréfið. Síminn hefur nú gengið frá sölu á skuldabréfinu til félags á vegum Ardian og í kjölfarið er söluandvirði Mílu að fullu innheimt.

Söluverð skuldabréfsins nemur um 15,7 milljörðum króna sem er rúmlega 2% undir bókfærðu verði bréfsins þann 30. september síðastliðinn. Verður mismunur á söluverði og bókfærðu verði gjaldfærður í ársuppgjöri vegna ársins 2022. Gjaldfærsla á fjórða ársfjórðungi 2022 mun nema um 380 milljónum króna. Söluverðið samsvarar um 175 punkta álagi á ríkisbréf með svipaðan líftíma.

Í ljósi sölunnar mun stjórn leggja fram tillögu á aðalfundi þann 9. mars nk. um niðurfærslu hlutafjár með útgreiðslu fjármuna. Nánari útfærsla verður kynnt þegar tillögur aðalfundar verða kynntar í febrúar.

Nánari upplýsingar veitir Orri Hauksson forstjóri Símans (orri@siminn.is).