2011-06-29 14:10:09 CEST

2011-06-29 14:11:10 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
HS Orka hf - Fyrirtækjafréttir

Breytingar á eignarhaldi og stjórn.


Þær breytingar hafa orðið á eignarhaldi HS Orku hf að Magma Energy Sweden A.B.
hefur keypt hlut sveitarfélaganna þ.e. Reykjanesbæjar (0,66%), Grindavíkurbæjar
(0,45%), Sveitarfélagsins Garðs (0,28%) og Sveitarfélagsins Voga (0,09%). 

Magma hefur síðan selt Jarðvarma slhf, sem er nýstofnað samlagshlutafélag í
eigu 14 lífeyrissjóða, 25% hlut í HS Orku hf. Jafnframt var samið um að
Jarðvarmi hafi rétt til 10. febrúar 2012 til að kaupa nýtt hlutafé á ákveðnu
verði þannig að eignarhluti Jarðvarma færi í 33,4%. 

Í framhaldi af þessum breytingum var haldinn hluthafafundur 27. júní 2011. Á
fundinum var kjörin ný stjórn og er hún þá þannig skipuð: 

Frá Magma Energy Sweden A.B.: Ásgeir Margeirsson, Ross Beaty, John Carson og
Bruce Ripley til vara. 

Frá Jarðvarma slhf: Gylfi Árnason, Anna Skúladóttir og Helgi Jóhannesson til
vara. 

Stjórnin hefur nú skipt með sér verkum þannig að Ásgeir Margeirsson er
stjórnarformaður, Ross Beaty varaformaður og Gylfi Árnason ritari. 

 Júlíus Jónsson

Forstjóri HS Orku hf