2015-03-18 16:18:46 CET

2015-03-18 16:19:48 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Jeratún ehf. - Ársreikningur

Ársreikningur Jeratúns ehf. árið 2014


Ársreikningur Jeratúns ehf. er gerður í samræmi við nýja og endurbætta staðla
(IFRS/IAS) og túlkanir (IFRIC) sem tóku gildi á reikningsárinu. 

Ársreikningur Jeratúns ehf. fyrir árið 2014 var staðfestur af stjórn félagsins
í dag, 18. mars 2015. 

Jeratún ehf. er einkafyrirtæki í eigu Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar,
Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar og bera þau ábyrgð á skuldbindingum þess.
Hlutverk félagsins er bygging og rekstur skólahúsnæðis Fjölbrautaskóla
Snæfellinga í Grundarfirði. Starfsemi félagsins flokkast því undir að vera á
vettvangi sveitarfélaga. 

Hagnaður félagsins á árinu 2014 var 14.685 þús. kr. og í lok þess var eigið fé
jákvætt sem nemur 50.211 þús. kr. skv. ársreikningi. Stjórnin mun leggja það
til við hluthafafund félagsins að hlutafé verði aukið um 18 milljónir króna. 

Stjórn félagsins vekur athygli á áritun óháðs endurskoðanda sem er með
ábendingu. 

Lántaka félagsins er vegna fjármögnunar framkvæmda við Fjölbrautaskóla
Snæfellinga. Sveitarfélögin ásamt ríkinu greiða húsaleigu sem á að standa undir
afborgunum og vöxtum af lánum. Í lok ársins námu eftirstöðvar lána um 396
millj. kr. og voru eftirstöðvar í skilum. Sveitarfélögin bera hlutfallslega
ábyrgð á greiðslu lánanna. 

Félagið er með leigusamning við Menntamálaráðuneytið og sveitarfélögin á
Snæfellsnesi vegna fasteignarinnar til 31. júlí 2024. Núverandi leigugreiðslur
eru kr. 60.429 þús. kr. á ársgrundvelli með virðisaukaskatti og eru
verðtryggðar með vísitölu neysluverðs. 

Sturla Böðvarsson, er stjórnarformaður Jeratúns ehf. og veitir frekari
upplýsingar um starfsemi þess og stöðu.