2012-03-06 16:34:04 CET

2012-03-06 16:35:05 CET


Islandic
Lánasjóður sveitarfélaga - Fjárhagsdagatal

Lánasjóður sveitarfélaga ohf - Ársreikningur 2011


Góð afkoma 2011

Tekjuafgangur 2011 var 951 m.kr. á móti 1.248 m.kr. árið áður. Munur milli ára
skýrist aðallega af gengisþróun evrunnar, en sjóðurinn var ekki með opna
gjaldeyrisstöðu sem neinu nemur á árinu 2011. 

Meginhlutverk sjóðsins er að tryggja sveitarfélögum, stofnunum þeirra og
fyrirtækjum lánsfé á hagstæðum kjörum. Útborguð langtímalán á árinu 2011 voru
6.792 m.kr. samanborið við 6.378 m.kr. á fyrra ári. 

Sjóðurinn hefur ekki tapað útláni frá því að hann hóf starfsemi árið 1967 og
engin vanskil voru í árslok 2011. Sveitarfélögin bera ekki ábyrgð á
skuldbindingum sjóðsins, en tryggingar fyrir útlánum hans eru í tekjum
sveitarfélaga skv. 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr.
einnig reglugerð um tryggingar Lánasjóðs sveitarfélaga í tekjum sveitarfélags
nr. 123/2006. 

Eigið fé í árslok 2011 var 15.129 m.kr. á móti 14.178 m.kr. árið áður. Vegið
eiginfjárhlutfall, CAD hlutfall, var 58% í árslok 2011 en var 78% í árslok
2010. CAD hlutfallið þarf að vera að lágmarki 8% skv. lögum um
fjármálafyrirtæki og er lánasjóðurinn því langt yfir því marki. Breyting á
milli ára skýrist af nýsettum reglum FME um eiginfjárkröfur og áhættugrunn
fjármálafyrirtækja sem tóku gildi 13. apríl 2011. 

Framtíðarhorfur

Gert er ráð fyrir að afkoma sjóðsins á árinu 2012 verði að mestu leyti í
samræmi við afkomu ársins 2011. Sem fyrr verður allt kapp lagt á að tryggja
lánshæfi sjóðsins og viðhalda því trausti sem fjárfestar hafa á skuldbindingum
hans. 

Lánasjóðurinn mun í meginatriðum starfa líkt og undanfarin ár þar sem stefnt
hefur verið að eflingu á starfsemi hans og að nýta gott lánstraust sjóðsins til
að útvega sveitarfélögunum lánsfé á hagstæðum kjörum. 

Opinn kynningarfundur

Opinn kynningarfundur fyrir markaðsaðila verður haldinn föstudaginn 9. mars
2012 í starfsstöð sjóðsins, Borgartúni 30, 5 hæð. Óttar Guðjónsson
framkvæmdastjóri mun kynna afkomu og efnahag sjóðsins ásamt því að svara
spurningum. Kynningin hefst kl. 08:30. 

Nánari upplýsingar veitir: Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, s. 515 4949.