2011-08-10 16:09:49 CEST

2011-08-10 16:10:51 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reykjavíkurborg - Fyrirtækjafréttir

Frumvarp að þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar 2012-2014


Jón Gnarr, borgarstjóri, lagði fram frumvarp að þriggja ára áætlun
Reykjavíkurborgar fyrir árin 2012-2014 á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í
dag. 

Frumvarpið byggir á endurskoðaðri fjárhagsáætlun A-hluta fyrir árið 2011 og
endurskoðaðri áætlun Orkuveitu Reykjavíkur. Við gerð þess er í öllum
aðalatriðum fylgt sömu aðferðafræði og viðhöfð hefur verið við tvær síðustu
þriggja ára áætlanir. 

Nýir kjarasamningar og margvíslegar breytingar á tekju- og útgjaldahlið
borgarsjóðs kallar á mikla vinnu við endurskoðun á forgangsröðun fjármuna sem
unnið er að um þessar mundir. Niðurstaða þeirrar vinnu mun birtast við
framlagningu á frumvarpi að fjárhagsáætlun 2012 og fimm ára áætlun 2012-2016. 

Frumvarpið má nálgast á vef Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is. Síðari umræða
og afgreiðsla þriggja ára áætlunar fer fram í borgarstjórn 17. ágúst 2011. 

Nánari upplýsingar veitir Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri

Frumvarpið fylgir með í viðhengi ásamt fréttatilkynningu