2010-11-30 10:30:43 CET

2010-11-30 10:31:44 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Spölur ehf. - Ársreikningur

Ársuppgjör 1. október 2009 til 30. september 2010


Meðfylgjandi er ársreikningur Spalar ehf fyrir fjárhagsárið 1. október 2009 til
30. september 2010 ásamt fréttatilkynningu. 

• Hagnaður Spalar ehf eftir skatta fyrir rekstarárið 1. október 2009 til 30.
  september 2010 nam kr. 236 m.kr. en tap á tímabilinu 1. október 2008 til 30.
  september 2009 nam 129 m.kr. Hagnaður Spalar ehf eftir skatta á fjórða
  ársfjórðungi félagsins sem er 1. júlí 2010 til 30. september 2010 
  nam 189 m.kr. Á sama tíma árið á undan nam hagnaður félagsins 54 m.kr.
  Reikningsár Spalar er 1. október til 30. september ár hvert. Spölur er að
  fullu í eigu Eignarhaldsfélagsins Spalar hf.
• Greiðsluflæðið gefur hins vegar betri mynd af gangi félagsins þar sem
  verðbætur vegna vísitöluhækkana lána dreifast til greiðslu fram til loka
  lánstímans, þ.e. 2018. Greiðslugeta félagsins undanfarin 4 ár hefur verið
  sterk. Um 600 m.kr. (2009:590) voru greiddar í afborganir og vexti á
  rekstrarárinu og nauðsynlegt umframfjármagn var að auki til staðar 30.
  september 2010 eins og lánasamningar gera ráð fyrir. 

• Veggjald ársins nam 975 m.kr. til samanburðar við 920 m.kr. árið áður sem er
  6% hækkun. 

• Rekstrarkostnaður Spalar ehf án afskrifta fyrir árið 1. október 2009 til
  30.september 2010 nam 281 m.kr. og hækkar um rúmar 19 m.kr frá árinu áður
  þegar hann nam 262 m.kr. Skýrist þessi hækkun fyrst og fremst vegna hækkun
  launa og launatengdra gjalda og aðkeyptrar þjónustu. 
• Afskriftir á rekstrarárinu 2010 námu samtals 114 m. kr. og lækka á milli ára
  um 50%. 

• Vaxtagjöld, verðbætur og gengismunur lækka á milli ára um 306 m. kr.

• Skuldir Spalar ehf lækka úr 4.413 m.kr. þann 30. september 2009 í 4.230 m.kr.
  þann 30.september 2010

Sjá viðhengi.