2014-10-30 17:14:59 CET

2014-10-30 17:16:00 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fjarðabyggð - Fyrirtækjafréttir

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015 og þriggja ára áætlun 2016-2018


Fimmtudaginn 30. október 2014 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn
Fjarðabyggðar fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana fyrir árið 2015 og
þriggja ára áætlun fyrir árin 2016-2018.  Seinni umræða bæjarstjórnar um
fjárhagsáætlun 2015 og þriggja ára áætlun 2016-2018 verður þann 4. desember
n.k. 

Rekstrarafgangur samstæðu A og B hluta á árinu 2015 fyrir fjármagnsliði nemur
763 m.kr.  Þar af er rekstrarafgangur A hluta 298 m.kr.  Að teknu tilliti til
fjármagnsliða er rekstrarafgangur hjá samstæðu A og B hluta að fjárhæð 311
m.kr. og þar af rekstrarafgangur í A hluta að fjárhæð 2 m.kr.  Þriggja ára
áætlun gerir ráð fyrir rekstrarafgangi hjá A hluta öll árin sem og B hluta. 

Eigið fé samstæðu nemur 2.853 m.kr. í árslok 2015 og eiginfjárhlutfall 21,7%. 
Í árslok 2018 er gert ráð fyrir að eigið fé samstæðu nemi 3.608 m.kr. og
eiginfjárhlutfallið verði um 30,4%.  Í A hluta er eigið fé neikvætt um 195
m.kr. í árslok 2015.  Jákvæð afkoma í A hluta í þriggja ára áætlun styrkir
eigið fé sem er í árslok 2018 neikvætt um 104 m.kr. 

Handbært fé frá rekstri í samstæðunni nemur 1.082 m.kr. á árinu 2015,
fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 643 m.kr. og afborganir
langtímalána 621 m.kr.  Handbært fé í samstæðu verður 393 m.kr. í árslok 2015
og lækkar um 146 m.kr. frá ársbyrjun. Í þriggja ára áætlun nemur handbært fé
frá rekstri í samstæðu á árunum 2016-2018 samtals 3.446 m.kr. Fjárfestingar í
varanlegum rekstrarfjármunum eru samtals áætlaðir 1.383 m.kr. og afborganir
langtímalána samtals 2.446 m.kr. Gert er ráð fyrir 725 m.kr. lántöku til
endurfjármögnunar á láni að upphæð 800 m.kr. á árinu 2016.  Þá er handbært fé í
árslok 2018 áætlað 771 m.kr. 

Skuldaviðmið samstæðu Fjarðabyggðar verður komið undir 150% í árslok 2016 en
áætlað 151% í árslok 2015.  Skuldir og skuldbindingar samstæðu, sem hlutfall af
heildartekjum, er áætlað 165% í árslok 2015 og 148% í árslok 2018. 
Framlegðarhlutfall (EBIDTA) er áætlað 22-23% í samstæðu og í kringum 12-14% í
A-hluta á tímabilinu 2015 - 2018 og helst nokkuð stöðugt í langtímaáætlunum
sveitarfélagsins. Sveitarfélagið hefur verið í góðum samskiptum við
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna skuldastöðu sveitarfélagsins. 

Stærstu fjárfestingaverkefni næstu ára eru framkvæmdir við nýjan leikskóla á
Norðfirði, stækkun hafnarmannvirkja í Neskaupstað, uppbygging við Mjóeyrarhöfn
á Reyðarfirð auk ýmissa minni verkefna. 

Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands er höfð til hliðsjónar við gerð áætlunarinnar en
spáin gerir ráð fyrir 3,4% verðbólgu á árinu 2015 og 6,1% meðalhækkun launa
milli áranna 2014 og 2015. 



Nánari upplýsingar um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar veita Páll Björgvin
Guðmundsson bæjarstjóri og Snorri Styrkársson fjármálastjóri í síma 470-9000.