2021-04-08 18:10:49 CEST

2021-04-08 18:10:49 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Síminn hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Síminn hf. – Sala á Sensa ehf. til Crayon A.S.


Þann 2. desember sl. undirritaði Síminn hf. skuldbindandi samning um sölu félagsins á dótturfélaginu Sensa ehf. til Crayon. Þann 17. mars sl. tilkynnti Samkeppniseftirlitið að það gerði ekki athugasemd við söluna og í framhaldi af því var farið í að ganga frá viðskiptunum. Salan á Sensa ehf. verður í uppgjöri Símans hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins. Eins og hefðbundið er í viðskiptum sem þessum fer í framhaldinu fram aðlögun kaupverðs sem byggist á fjárhagsstöðu Sensa ehf. eins og hún var 31. mars sl., en reiknað er með því að aðlögun kaupverðs, hvort sem það verði til hækkunar eða lækkunar, verði óveruleg.

Síminn hf. fékk í dag greitt að fullu fyrir Sensa ehf., annars vegar 2.333 m.kr. í peningum og hins vegar 699.635 hlutabréf í Crayon Group Holding ASA. Sá hluti kaupverðsins sem greiddur var með bréfum í Crayon er bundinn til tólf mánaða frá undirritun kaupsamnings. Einn tólfti hluti bréfanna er laus til sölu um hver mánaðamót sem líða frá undirritun kaupsamnings þann 2. desember 2020.

Endanlegur söluhagnaður er rúmlega 2 ma.kr. en hann var upphaflega áætlaður um 1,7 ma.kr. Mismunurinn stafar af jákvæðri þróun veltufjármuna Sensa ehf. og jákvæðri þróun hlutabréfaverðs Crayon frá undirritun kaupsamnings í desember sl.

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Fjalar Helgason, Stefnumótun og stjórnun hjá Símanum, í síma 859 8888.