2011-01-28 17:47:00 CET

2011-01-28 17:48:01 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Nýherji hf. - Ársreikningur

Ársuppgjör Nýherja fyrir árið 2010


Heildarhagnaður Nýherja hf. nam 321 mkr á árinu 2010

Helstu niðurstöður fyrir árið 2010

  --  321 mkr heildarhagnaður árið 2010 samanborið við 686 mkr heildartap árið á
      undan.

  --  EBITDA var 518 mkr á árinu, þar af 190 mkr í fjórða ársfjórðungi.
  --  Heildartekjur Nýherjasamstæðunnar voru 14.261 mkr og stóðu í stað milli
      ára.

  --  Eigið fé í árslok var 2.420 mkr og er eiginfjárhlutfall nú 30,3%, en var
      13,2% um síðustu áramót.

  --  Sölu á nýju hlutafé lokið fyrir 840 mkr.
  --  Gengið frá samningum við viðskiptabanka félagsins um endurfjármögnun,
      samhliða sölu á fasteign félagsins.



Þórður Sverrisson, forstjóri

„Mikilvægir áfangar náðust í starfsemi Nýherja hf. á árinu. Félagið skilaði 518
mkr í EBITDA hagnaði og  321 mkr heildarhagnaði, sem er góður viðsnúningur frá
árinu á undan. Þá lauk samningum við viðskiptabanka félagsins um skipan
langtímaskulda. Auk þess seldi félagið nýtt hlutafé fyrir um 840 milljónir
króna og fasteign félagsins fyrir 1.650 milljónir króna. Með þessu náðist að
lækka vaxtaberandi skuldir um 2,5 milljarða frá ársbyrjun. Afkoma af rekstri
félagsins batnaði stöðugt er leið á árið, var mjög góð í fjórða ársfjórðungi.
Nýherji er í mjög góðri stöðu til að vinna áfram að vandasömum verkefnum fyrir
sína viðskiptavini.“ 


         Nánari upplýsingar
         Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, í síma +354 893 3630.