2012-09-24 19:01:03 CEST

2012-09-24 19:02:05 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Icelandair Group hf. - Fyrirtækjafréttir

Icelandair Group eykur framboð í millilandaflugi um 15% á næsta ári


  -- Áætluð fjölgun farþega um 250 þúsund
  -- Tveimur Boeing 757 flugvélum bætt við flugflotann
  -- Anchorage í Alaska, St. Pétursborg í Rússlandi og Zurich í Sviss nýir
     áfangastaðir

Flugáætlun millilandaflugs Icelandair Group fyrir árið 2013 verður sú stærsta í
sögu félagsins og um 15% umfangsmeiri en á þessu ári. Flug verður hafið til
þriggja nýrra áfangastaða og ferðum er fjölgað til ýmissa borga í Bandaríkjunum
og Evrópu.  Gert er ráð fyrir að farþegar félagsins verði hátt í 2,3 milljónir
á árinu 2013, en samkvæmt áætlunum verða þeir rétt yfir 2 milljónum á árinu
2012. Alls verða 18 Boeing-757 flugvélar nýttar til áætlunarflugsins næsta
sumar, tveimur fleiri en á þessu ári. Samkvæmt áætluninni verður vöxturinn
meiri yfir vetrarmánuðina en yfir sumarið og er það í takt við stefnu félagsins
að draga úr árstíðasveiflum í rekstrinum. 

Ef umfangsmikil breyting verður á skattaumhverfi ferðaþjónustunnar á næsta ári
mun Icelandair Group þurfa að breyta áherslum með því að gera ráð fyrir færri
ferðamönnum til Íslands en nú er áætlað en hlutfallslega fleiri tengifarþegum
milli Evrópu og Norður-Ameríku. 



Frekari upplýsingar veita:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sími: 896-1455
Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group, sími: 665-8801