2011-05-18 11:42:41 CEST

2011-05-18 11:43:43 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Norðurþing - Ársreikningur

Ársreikningur sveitarfélagsins Norðurþings fyrir árið 2010 - jákvæð rekstrarniðurstaða


Rekstrarniðurstaða samstæðu Norðurþings fyrir árið 2010 er jákvæð um 507
milljónir króna. 

Rekstrartekjur samstæðu sveitarfélagsins námu 2.314 milljónum króna og
rekstrargjöld 2.527 milljónum króna. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld voru
jákvæð um 872 milljónir króna. 

Eignir samstæðunnar í árslok 2010 námu 6.664 milljónum króna og skuldir samtals
5.931 milljón króna að meðtöldum lífeyrisskuldbingingum. Eignir umfram skuldir
námu því 733 milljónum króna samanborið við 287 milljón krónum í árslok 2009. 

Veltufé frá rekstri nam 122 milljónum króna. Fjárfestingahreyfingar voru
jákvæðar um 490 milljónir króna. 

Heildar launagreiðslur og launatengdgjöld samstæðunnar námu 1.407 milljónum
króna að meðtöldum breytingum á lífeyrisskuldbindingum. 

Íbúafjöldi sveitarfélagsins Norðurþings er 2.926 í árslok 2010.

Á árinu 2010 seldi Orkuveita Húsavíkur ehf. 28,77% hlut í Þeistareykjum ehf.
Hluti söluandvirðis eignarhlutans skv. kaupsamningi er skuldabréf þar sem
greiðsla er háð því að orkuvinnsla hefjist innan tuttugu og fjögurra ára frá
undirritun kaupsamnings og nái vissu marki. Bréfið er verðtryggt og ber fasta
vexti en fjárhæð þess er um 621 milljón króna. Í samræmi við góðar
reikningsskilavenjur, var hluti söluverðsins ekki tekjufærður og að sama skapi
er skuldabréfið ekki fært til eignar í reikningsskilum sveitarfélagsins. 

Meðfylgjandi er ársreikningur sveitarfélagsins Norðurþings sem tekinn var fyrir
til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi þriðjudagskvöldið 17. maí 2011. 



Nánari upplýsingar veitir, Bergur Elísas Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings í
síma 464-6100.