2014-03-07 17:25:06 CET

2014-03-07 17:26:08 CET


Islandic
Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - Fjárhagsdagatal

Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - Ársreikningur 2013


<span style="font-size:10pt;">Afkoma ársins 2013 í samræmi við væntingar</span><span style="font-size:10pt;">Hagnaður ársins nam 715 milljónum króna
samanborið við 816 milljónir króna árið 2012.  Megin skýring lækkunar hagnaðar
er 99,5 milljóna króna niðurfærsla í rekstri sjóðsins vegna dóms Héraðsdóms
Reykjavíkur varðandi erlent lán til Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem sjóðurinn
hefur áfrýjað til Hæstaréttar.</span><span style="font-size:10pt;">Heildareignir sjóðsins í lok ársins voru 77.095
milljónir króna samanborið við 70.212 milljónir króna í árslok 2012. Útlán
sjóðsins námu 69.316 milljónum króna í lok ársins samanborið við 60.542 í
árslok 2012. Þá nam eigið fé 15.777 milljónum króna á móti 15.470 milljónum
króna í árslok 2012 og hefur aukist um 2,0% á árinu.  Vegið eiginfjárhlutfall
samkvæmt Basel II um eigið fé fjármálafyrirtækja er 67% en var 64% í árslok
2012.</span><span style="font-size:10pt;">Framtíðarhorfur</span><span style="font-size:10pt;">Umsvif í rekstri sjóðsins voru umfram væntingar á
árinu 2013 þar sem meiri eftirspurn var eftir lánum samanborið við undanfarin
ár. Útboð sjóðsins gengu vel og voru vaxtakjör þau bestu sem sjóðnum hefur
boðist á síðustu árum. Hagnaður ársins lækkaði lítillega á milli ára sem
skýrist af fyrrnefndri varúðarniðurfærslu vegna erlends láns sem var ekki í
samræmi við væntingar. Árið 2014 fer líflega af stað og væntingar standa til
þess að eftirspurn eftir lánum verði góð framan af ári en detti svo niður í
tengslum við sveitarstjórnarkosningar í vor. Sjóðurinn væntir þess að
niðurstaða fáist í því dómsmáli sem áfrýjað hefur verið til Hæstaréttar og að
niðurstaða fáist í fleiri tengdum málum á árinu 2014.  Væntar niðurstöður geta
haft áhrif á afkomu líðandi árs þar sem stefna stjórnenda er að gjaldfæra öll
möguleg áföll strax. Að öðru leyti reikna stjórnendur með að rekstur sjóðsins
verði áfram stöðugur hér eftir sem hingað til.</span><strong style="font-size: 11pt;"><span
style="font-size:10pt;">Kynningarfundur</span><span style="font-size:10pt;font-family:Arial, Helvetica, sans-serif;">Opinn
kynningarfundur fyrir markaðsaðila verður haldinn miðvikudaginn 12. mars 2014 í
starfsstöð sjóðsins, Borgartúni 30, 5 hæð. Óttar Guðjónsson framkvæmdastjóri
mun kynna afkomu og efnahag sjóðsins ásamt því að svara spurningum. Kynningin
hefst kl. 08:30.</span><span style="font-size:8pt;"><span style="font-family:Arial, Helvetica,
sans-serif;"><span style="font-size:10pt;">Nánari upplýsingar veitir: Óttar
Guðjónsson, framkvæmdastjóri, s. 515 4949.</span></span></span>