2017-12-12 18:04:41 CET

2017-12-12 18:04:47 CET


BIRTINGARSKYLDAR UPPLÝSNINGAR

Íslenska
Lykill fjármögnun hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Lykill fjármögnun hf. í söluferli


Klakki  ehf.,  eigandi  Lykils  fjármögnunar  hf.,  hefur  ákveðið að hefja opið
söluferli  á félaginu.  Stefnt er  að því  að nýir  eigendur taki við félaginu á
vormánuðum 2018.  Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með
söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á
þessu ári.

Lykill  er  sterkt  og  öflugt  félag  sem  starfar á sviði eignafjármögnunar og
fjármagnar  bíla-  og  tækjakaup.   Félagið,  sem  starfar undir starfsleyfi sem
fjármálafyrirtæki,  var stofnað árið  1986 og hefur verið  leiðandi á sínu sviði
hér á landi. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Ármúla 1.

Klakki  er eignarhaldsfélag í eigu innlendra  og erlendra fjárfesta. Lykill er í
dag  langstærsta  eign  Klakka  en  flestar  aðrar eignir félagsins, s.s. VÍS og
Skipti, hafa verið seldar á síðustu árum.

---

Frekari upplýsingar veitir: Aðalsteinn Jóhannsson forstjóri Beringer Finance,
sími +46 727 45 0880, email adalsteinn.johannsson@beringerfinance.com


[]