2017-05-08 19:37:10 CEST

2017-05-08 19:37:10 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Skeljungur hf. - Árshlutareikningur (Q1 og Q3)

Skeljungur: Árshlutauppgjör - fyrsti ársfjórðungur 2017


Helstu niðurstöður fyrsta ársfjórðungs 2017
  * Hagnaður á hlut var 0,12 en var 0,10 á sama tímabili í fyrra.
  * Aukin sala í öllum flokkum eldsneytis, þ.e. til bifreiða, skipa og flugvéla.
  * Meðalgengi dönsku krónunnar var 16,0 íslenskar krónur, sem er 15,6% lækkun
    frá sama tímabili árið 2016.
  * Framlegð nam 1.660 m.kr. og eykst um 0,6% frá fyrsta ársfjórðungi 2016.
  * EBITDA hagnaður nam 627 m.kr. sem er 6,2% aukning frá sama tímabili ársins
    2016.
  * EBITDA framlegð var 37,8% miðað við 35,8% á sama tímabili í fyrra.
  * Hagnaður eftir skatta nam 255 m.kr. samanborið við 241 m.kr. sem er 5,9%
    aukning milli ára.
  * Uppreiknuð arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli var 14,8% samanborið við
    13,3% yfir sama tímabil árið 2016.
  * Eigið fé þann 31.3. nam 7.417 m.kr. og eiginfjárhlutfall var 37,8% í
    ársfjórðungslok.


Lykiltölur
                               Q1 2017 Q1 2016     Var Var%
-----------------------------------------------------------
 Framlegð                        1.660   1.650      10 0,6%

 EBITDA                            627     590      37 6,3%

 EBIT                              437     412      25 6,1%

 Hagnaður                          255     241      14 5,8%



 Launakostn./framlegð            28,8%   30,7%   -1,9%

 Sölu og dreif.kostn./framlegð   26,3%   26,6%   -0,3%

 Rekstrarkostnaður/framlegð      63,8%   65,7%   -1,9%

 Arðsemi eigin fjár              14,8%   13,3%    1,5%





Horfur fyrir árið 2017
Áfram  er gert ráð fyrir  að hagfelld skilyrði verði  á mörkuðum félagsins miðað
við  spár greiningaraðila, sem gera ráð  fyrir áframhaldandi hagvexti og fjölgun
ferðamanna.  Í afkomuspá félagsins er gert ráð fyrir stöðugu gengi gjaldmiðla og
stöðugu   olíuverði.   Styrking  íslensku  krónunnar  mun  áfram  hafa  áhrif  á
rekstrarniðurstöður  félagsins,  sér  í  lagi  gagnvart  dönsku  krónunni, vegna
erlends  hluta  starfseminnar.  Bent  er  á  að við umreikning reikningsskila er
notast  við meðalgengi innan ársins. Á árinu 2016 var meðalgengi DKK/ISK 17,94.
Áætlanir  félagsins  miða  við  meðalgengi  DKK/ISK  16,7. Þá  er gert ráð fyrir
samningsbundnum  launahækkunum auk þess  sem horft er  til innkomu nýrra aðila á
markað.

Félagið  gerir  ekki  breytingar  á  áætlunum  sem  kynntar  voru  í  aðdraganda
skráningar  og í tengslum við  aðalfund og reiknar með  að EBITDA ársins verði á
bilinu 2.400 - 2.700 m.kr. og fjárfestingar liggi á bilinu 750 - 850 m.kr.



Árshlutareikningur fyrsta ársfjórðungs 2017
Árshlutareikningur Skeljungs hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2017 var samþykktur af
stjórn     og     forstjóra    félagsins    á    stjórnarfundi    þann    8. maí
2017. Árshlutareikningurinn hefur   að   geyma   samstæðureikning  félagsins  og
dótturfélaga  þess og  er gerður  í samræmi  við alþjóðlega reikningsskilastaðla
(IFRS).

Árshlutareikningurinn   hefur   hvorki   verið   endurskoðaður  né  kannaður  af
endurskoðendum félagsins.



Valgeir M. Baldursson, forstjóri Skeljungs:
"Fyrsti  fjórðungur ársins er í takt við  væntingar og á heildina litið erum við
ánægð  með  frammistöðuna.  Styrking  íslensku  krónunnar  hefur neikvæð áhrif á
afkomu  starfsemi okkar í Færeyjum  en báðar rekstrareiningar eru  að bæta sig á
milli  ára. Áfram er mikil eftirspurn og  hefur fjölgun ferðamanna auk umsvifa í
samfélaginu  þar mest áhrif. Endurfjármögnun samstæðunnar  er stórt skref og mun
hafa  veruleg fjárhagsleg áhrif  eins og áður  hefur verið kynnt. Sala félagsins
eykst  í öllum flokkum  eldsneytis, þ.e. til  bifreiða, skipa og flugvéla. Áform
Costco  eru að  hefja sölu  eldsneytis á  öðrum ársfjórðungi  og hefur samningur
verið undirritaður milli Skeljungs og Costco um sölu og dreifingu á eldsneyti.

Uppbygging  rafinnviða er hafin  og stóð Skeljungur  fyrir ráðstefnu um vistvæna
orkugjafa  í samstarfi við Íslenska  Nýorku, Toyota, Hyundai og Evrópusambandið.
Skeljungur stefnir að því að vera leiðandi í þeim umbreytingum sem framundan eru
á næsta áratug í vistvænum orkugjöfum."



Kynningarfundur
Opinn  kynningarfundur vegna fyrsta árshlutauppgjörs  félagsins verður haldinn á
Nordica Hilton Reykjavík, fundarsal D, þriðjudaginn 9. maí 2017. Fundurinn hefst
kl.  08:30 en  boðið  verður  upp  á  léttar  veitingar  frá kl. 08:15. Þar munu
stjórnendur félagsins fara yfir uppgjör og horfur.

Allt  efni fundarins verður  gert aðgengilegt fjárfestum  á heimasíðu Skeljungs,
www.skeljungur.is/fjarfestar, sem og á fréttasíðu Nasdaq Iceland.



Fjárhagsdagatal 2017
Uppgjör 2F 2017 - 28. ágúst 2017

Uppgjör 3F 2017 - 30. október 2017



Nánari  upplýsingar  veitir  Valgeir  M.  Baldursson,  forstjóri,  s: 840-3022,
tölvupóstfang: fjarfestar@skeljungur.is






[]