2008-02-12 14:06:47 CET

2008-02-12 14:07:48 CET


REGULATED INFORMATION

This message has been corrected. Click here to view the corrected message

Islandic English
Hitaveita Suðurnesja - Ársreikningur

2007


Ársreikningur Hitaveitu Suðurnesja hf. (HS hf.) var samþykktur á fundi stjórnar
í dag, 12. febrúar 2008.				 "Ársuppgjör Hitaveitu Suðurnesja er nú í fyrsta sinn byggt á alþjóðlegum
reikningsskilastöðlum (IFRS).  Við innleiðingu staðlanna hækkaði eigið fé
félagsins um 1.201 millj. kr. í árslok 2006 frá því sem var skv. eldri
reikningsskilareglum en nánar er fjallað er um áhrif af innleiðingu staðlanna
hér á eftir.  Samanburðarfjárhæðum vegna 2006 hefur verið breytt til samræmis
við nýjar reikningsskilareglur."

Hagnaður félagsins á árinu nam 3.480 millj. kr., en var árið áður 2.877 millj.
kr.  				 
Samkvæmt rekstrarreikningi námu rekstrartekjur HS hf. á ársins 7.660 millj.
kr., en þær voru 5.897 millj. kr. árið áður. Hækkun tekna er 30% eða 1.763
millj. kr. og stafar aðallega af raforkusölu til Norðuráls sem jókst um 587
millj. kr. og 626 millj. kr. eingreiðslu frá bandaríkjastjórn vegna uppsagnar
hennar á samningi um kaup á orku til varnarliðsins.				 
Rekstrargjöld án afskrifta námu 3.420 millj. kr., en voru 2.853 millj. kr. árið
áður.  Hækkun rekstrargjalda er vegna hækkana á kostnaði vegna framleiðslu,
sölu og dreifingu á raforku.				 
Hreinar fjármunatekjur voru 1.330 millj. kr. á árinu samanborið við 11 millj.
kr. árið áður.  Styrking íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum
leiðir til 922 millj. kr. gengishagnaðar, en á árinu 2006 nam gengistap ársins
1.320 millj. kr. Vaxtagjöld lækka frá fyrra ári um 177 millj. kr. eða úr 633
millj. kr. í 426 millj. kr., einkum vegna vaxtaskiptasamnings sem gerður var í
lok ársins 2006.				 
Í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla sýnir félagið áhrif innbyggðra
afleiðna í raforkusamningum sem það hefur gert.  Tekjur af gangvirðisbreytingum
innbyggðra afleiða félagsins námu 827 millj. kr. á árinu samanborið við 1.106
millj. kr. árið 2006.  				 
Samkvæmt efnahagsreikningi eru eignir HS hf.  árslok 2007 bókfærðar á 36.790
millj. kr. Eignir hækkuðu um 4.457 millj. kr. frá ársbyrjun, aðallega vegna
fjárfestinga félagsins í Reykjanesvirkjun og Orkuveri 6 í Svartsengi sem og
breytingu á markaðsverði afleiðusamninga.				 
Skuldir HS hf. nema 16.814 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, þar af eru
skammtímaskuldir 3.428 millj. kr.  Skuldir hafa hækkað um 1.377 millj. kr.
milli ára. Hækkunin skýrist af lántökum félagsins vegna Orkuvers 6 í
Svartsengi.				 
Eigið fé HS hf. var 19.976 millj. kr. í árslok 2007.  Eiginfjárhlutfall var
54%. Í ársbyrjun var eigið fé 16.896 millj. kr. og eiginfjárhlutfallið 52%."Horfur um rekstur Hitaveitu Suðurnesja eru góðar. Orkuver 6 í Svartsengi, sem
er 30 MW, var gangsett fyrir árslok 2007 og munu tekjur af raforkusölu til
stóriðju auka heildartekjur félagsins umtalsvert. Umsvif fara vaxandi og áfram
verður unnið að uppbyggingu kerfa samfara aukningu byggðar á þjónustusvæði
fyrirtækisins og aukinni orkuvinnslu. Unnið verður að rannsóknum á frekari
virkjunarkostum og er verið að afla margvíslegra leyfa í því skyni. Stærstu
einstöku verkefnin eru ný vatnslögn til Vestmannaeyja, rannsóknarboranir og
annar undirbúningur fyrir nýjar virkjanir, aukin niðurdæling, verklok orkuvers
6 og uppbygging veitukerfa."
Áhrif af innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IFRS)				
Árshlutareikningur Hitaveitu Suðurnesja er nú í fyrsta skipti gerður samkvæmt
alþjóðlegum reikningsskilastöðlum.  Innleiðing þeirra leiðir til breytinga á
mati eigna og skulda, svo og framsetningu á rekstrarreikning og
efnahagsreikningi.				 
Ársreikningur Hitaveitu Suðurnesja 2007 er gerður í samræmi við þær
reikningsskilaaðferðir sem fjallað er um í skýringum með ársreikningi um
reikningsskilaaðferðir.  Þetta á einnig við um samanburðarfjárhæðir fyrir árið
2006 og opnunarefnahagsreikning 1. janúar 2006, þar sem breytingar taka gildi
þann dag, sem einnig er nefndur innleiðingardagur. Fjárhæðum í
opnunarefnahagsreikningi 1. janúar 2006 hefur verið breytt í samræmi við
alþjóðlega reikningsskilastaðla, en voru áður birtar í samræmi við íslensk lög
og reikningsskilavenjur. Heildaráhrif yfirfærslunnar í alþjóðlega
reikningsskilastaðla á eigið fé félagsins er að það hækkar um 1.201 millj. kr.
í árslok 2006.				 
Helstu breytingar á mat eigna og skulda við innleiðingu á IFRS í árslok
2006:				 
-  Í samræmi við IAS 39 hefur félagið fært innbyggðar afleiður á gangvirði og
   leiddi það til hækkunar á eigin fé um 2.114 millj. kr. 			
-  Tengigjöld eru nú færð til tekna á 15 árum sem jafngildir meðal
   endingartíma flutningskerfis en voru áður tekjufærð þegar tenging átti sér
   stað. Þessi breyting lækkar bókfært eigið fé í árslok 2006 um 432 millj. kr.
-  Eignarhlutir í hlutdeildarfélögum eru færðir samkvæmt hlutdeildaraðferð í
   reikningsskilunum. Þessi breyting lækkar bókfært eigið fé um 127 millj.
   kr.
-  Við innleiðingu IFRS var aðferðum við eignfærslu á rannsóknarkostnaði
   breytt til samræmis við IAS 38. Þessi breyting hefur þau áhrif að eigið fé
   lækkar  um 25 millj. kr. 				 
-  Flokkun á þróunarkostnaði var breytt til samræmis við IAS 38. Þessi
   breyting hefur þau áhrif að rekstrarfjármunir lækka um 921 millj. kr. og  
   óefnislegar eignir hækka um 921 millj. kr. 				 
-  Heildaráhrif vegna innleiðingar IFRS á tekjuskatt eru þau að eigið fé
   lækkar um 328 millj. kr. 
Nánari upplýsingar veitir Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja hf., í
síma 422 5200/860 5208.