2014-03-28 16:58:21 CET

2014-03-28 16:59:22 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Orkuveita Reykjavíkur - Fyrirtækjafréttir

Dregið úr fjárhagslegum tengslum Orkuveitunnar og Gagnaveitunnar


Reykjavík, 2014-03-28 16:58 CET (GLOBE NEWSWIRE) -- Orkuveita Reykjavíkur hefur
aukið hlutafé sitt í Gagnaveitu Reykjavíkur um þrjá og hálfan milljarð króna
sem kemur í heild til lækkunar á láni Gagnaveitunnar hjá Orkuveitunni.
Fyrirhugað er að endurfjármagna eftirstöðvar lánsins á almennum
lánsfjármarkaði. Með þessum aðgerðum er dregið verulega úr fjárhagslegum
tengslum Orkuveitunnar og Gagnaveitunnar auk þess sem lausafjárstaða
Orkuveitunnar styrkist. Hlutafjáraukningin hefur fengið samþykki Póst- og
fjarskiptastofnunar með ákvörðun sem birt var í dag. 

Að undangenginni ýtarlegri umræðu meðal eigenda Orkuveitunnar var ákveðið í
október 2012 að selja allt að 49% hlut í Gagnaveitu Reykjavíkur ehf., sem
Orkuveitan á nú að fullu. Þáttur í undirbúningi sölunnar er umrædd
endurfjármögnun Gagnaveitunnar. 

Stjórn Orkuveitunnar veitti í júní 2013 heimild til að breyta allt að fjórum
milljörðum króna af láni Gagnaveitunnar í hlutafé gegn því að eftirstöðvarnar
lánsins verði greiddar. Með því er dregið úr fjárhagslegum tengslum
Orkuveitunnar og Gagnaveitunnar áður en lengra er haldið með sölu á hlut í
félaginu. Lausafjárstaða Orkuveitu Reykjavíkur styrkist sem uppgreiðslu lánsins
nemur. 

Samþykkt stjórnar Orkuveitunnar var gerð með fyrirvara um samþykki Póst- og
fjarskiptastofnunar. Það liggur nú fyrir. Hlutafjáraukningin var samþykkt á
hluthafafundi Gagnaveitu Reykjavíkur í dag.