2023-02-03 10:36:16 CET

2023-02-03 10:36:16 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Vátryggingafélag Íslands hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

VÍS: Spá um samsett hlutfall fyrir árið 2023


Félagið gerir ráð fyrir að samsett hlutfall ársins 2023 verði á bilinu 96-98%. Félagið mun tilkynna ef breytingar verða á horfum ársins um samsett hlutfall, s.s. vegna stórra tjóna, eða annars sem hefur umtalsverð áhrif á rekstur félagsins svo að verðmótandi teljist fyrir hlutabréf þess.

Fjárfestingastefna VÍS miðar að því að samsetning eigna hámarki ávöxtun miðað við þann áhættuvilja sem settur hefur verið. Félagið mun birta upplýsingar um fjárfestingaeignir félagsins, til að mynda um stærstu óskráðu eignir þess, í fjárfestakynningum við birtingu uppgjöra. Það veitir fjárfestum færi á að fylgjast með ávöxtun safnsins og áhrif þess á afkomu félagsins í heild. 

Fyrirvari
Afkomuspá félagsins er háð fjölda áhættu- og óvissuþátta sem geta þýtt að niðurstaðan verði umtalsvert frábrugðin því sem greint er frá í spá þessari.