2010-05-10 19:20:18 CEST

2010-05-10 19:21:15 CEST


REGLERAD INFORMATION

Isländska Engelska
Marel hf. - Fyrirtækjafréttir

Veiting kauprétta á hlutafé


Stjórn Marel hf. ákvað á fundi sínum í dag að veita hópi starfsmanna sinna
kaupréttarsamninga í samræmi við starfskjarastefnu félagsins sem samþykkt var á
aðalfundi Marel þann 3. mars 2010. Heildarfjöldi hluta sem veittir eru
kaupréttir að, samkvæmt samningum þessum, eru samtals  18.200.000. 
Kaupréttarsamningunum er ætlað að samtvinna hagsmuni starfsmanna og félagsins
til lengri tíma.  Hluti af samningum eru við meðlimi framkvæmdastjórnar
félagsins, þá Theo Hoen, forstjóra, Erik Kaman, fjármálastjóra og Sigstein
Grétarsson, forstjóra Marel á Íslandi, og veitir þeim kauprétt að hlutum sem
greinir hér að neðan (auk heildarfjölda hluta í eigu framangreindra aðila og
aðila sem eru fjárhagslega tengdir þeim): 

Theo Hoen
Nýr kaupréttur: 350.000	
Eldri ónýttir kaupréttir:  2.000.000
Bein eign að nafnverði: 1.500.000
Eign fjárhagslegra tengdra aðila að nafnverði: 0

Erik Kaman
Nýr kaupréttur:  350.000
Eldri ónýttir kaupréttir: 1.500.000
Bein eign að nafnverði: 1.675.000
Eign fjárhagslegra tengdra aðila að nafnverði: 0

Sigsteinn Grétarsson
Nýr kaupréttur: 350.000	
Eldri ónýttir kaupréttir: 1.000.000
Bein eign að nafnverði: 25.997
Eign fjárhagslegra tengdra aðila að nafnverði: 0

Samningarnir veita rétt til kaupa á hlutum í Marel hf. á genginu 0,525 evrur á
hlut sem ákvarðað er af lokagengi hlutabréfa Marel hf. á NASDAQ OMX Iceland hf.
í dag, 10. maí 2010, þ.e. 86,30 krónur á hlut umreiknað með miðgengi Seðlabanka
Íslands fyrir EUR/ISK: 164,38. Gildistími samninganna er 5 ár, þeir munu taka
gildi frá deginum í dag og falla úr gildi þann 9. maí 2015. Kaupréttir samkvæmt
samningnum munu verða veittir í þrennu lagi, þannig að 50% af heildarkauprétti
verða nýtanleg eftir 1. maí 2012, 25% verða nýtanleg eftir 1. maí 2013 og þau
25% sem eftir eru verða nýtanlega eftir 1. maí 2014. Kaupréttargengið mun hækka
um 4% í fyrsta sinn 1. maí 2012 og síðan árlega eftir það. 

Nýti starfsmaður ekki að fullu kauprétt sinn samkvæmt framangreindu innan
skilgreindra nýtingatímabila mun kauprétturinn, að því marki sem hann er
ónýttur, sjálfkrafa færast yfir á næsta slíkt tímabil. Hafi starfsmaður ekki
nýtt kauprétt sinn áður en samningurinn fellur úr gildi, falla veittir en
ónýttir kaupréttir niður. 

Engir söluréttir eru til staðar eða fjármögnun tengd kaupréttarsamningunum.
Skilyrði fyrir nýtingu kaupréttar er að viðkomandi sé í starfi hjá  Marel
samstæðunni (Marel hf. eða dótturfélögum í 100% eigu Marel hf.) á nýtingardegi. 

Heildarfjöldi hluta sem Marel hf. hefur nú veitt kauprétt að eru 43.815.000.