2024-06-20 18:31:00 CEST

2024-06-20 18:31:01 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Íslandsbanki hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Leiðrétting: Íslandsbanki hf.: Útboð á almennum skuldabréfum í íslenskum krónum


Vísað var ranglega til tilkynningar sem birt var 7. desember 2023. Rétt tilvísun er til tilkynningar sem birt var 18. júní 2024.

Vísað er til tilkynningar Íslandsbanka sem birt var 18. júní 2024 um útboð á almennum skuldabréfum í íslenskum krónum.

Íslandsbanki hf. verður með lokað útboð á almennum skuldabréfum föstudaginn 21. júní 2024.

Boðnir verða út flokkarnir flokkarnir ISB GBF 27 1122 og ISB 28 1221.

ISB GBF 27 1122 er óverðtryggður skuldabréfaflokkur með lokagjalddaga 22. nóvember 2027. Um er að ræða grænt skuldabréf með mánaðarlegum vaxtagreiðslum, 1 mánaða REIBOR+125 punktar, og jöfnum afborgunum.

ISB 28 1221 er verðtryggður flokkur almennra skuldabréfa (e. senior preferred) sem ber fasta verðtryggða vexti með árlegri vaxtagreiðslu og var upphaflega gefinn út í desember 2023. Lokagjalddagi er 21. desember 2028.

Fyrirkomulag útboðs á ISB GBF 27 1122 verður með hollensku fyrirkomulagi þar sem öll samþykkt tilboð verða seld á sama verði, á hæstu samþykktu ávöxtunarkröfunni.

Flokkurinn ISB 28 1221 verður seldur á hreina verðinu 100,0551 sem samsvarar ávöxtunarkröfunni 4,46%.

Áætlaður uppgjörsdagur er 1. júlí 2024.

Útgáfan verður gefin út undir 2,5 milljarða dollara Euro Medium Term Notes (EMTN) útgáfuramma bankans. Grunnlýsingu EMTN rammans ásamt viðaukum má finna á vefsíðu fjárfestatengsla: EMTN grunnlýsing

Verðbréfamiðlun Íslandsbanka hefur umsjón með útboðinu. Tilboðum vegna útboðsins skal skilað á tölvupóstfangið vbm@isb.is fyrir kl. 16:00 þann 21. júní 2024.