|
|||
2024-05-10 14:13:02 CEST 2024-05-10 14:13:03 CEST REGULATED INFORMATION Mosfellsbær - Ársreikningur341 milljón króna afgangur af rekstri MosfellsbæjarÁrsreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2023 var samþykktur á fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 8. maí 2024. Rekstrarniðurstaðan er jákvæð um 341 milljónir. Reksturinn er í góðu samræmi við fjárhagsáætlun en árið einkenndist af miklum framkvæmdum, meðal annars byggingu nýs leikskóla, endurbótum á Kvíslarskóla, byggingu íþróttahúss og gatnagerð. Þá tók Mosfellsbær yfir rekstur Skálatúns, heimilis fyrir fatlaða íbúa þann 1. júlí 2023 en á Skálatúni búa 32 íbúar og starfsmenn eru 110 í 70 stöðugildum. Tekjur ársins námu alls 20.305 milljónum, launakostnaður 9.466 milljónum, hækkun Eigið fé í árslok nam 7.757 milljónum og eiginfjárhlutfallið er 24,3%. Skuldaviðmið er 94,5% og er því vel innan þess 150% hámarks sem kveðið er á um í lögum. Kostnaður vegna verðbóta nam 1.285 milljónum eða 330 milljónum meira en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Þá nam kostnaður vegna hækkunar lífeyrisskuldbindinga 433 milljónum. Íbúar Mosfellsbæjar voru 13.403 þann 1. janúar 2024. Mosfellsbær er sem fyrr sjöunda fjölmennasta sveitarfélag landsins og þar störfuðu 945 starfsmenn í 782 stöðugildum í árslok 2023. Fræðslu- og uppeldismál eru umfangsmesti málaflokkurinn og til hans var varið 8.066 milljónum eða 51,5% skatttekna. Til félagsþjónustu var veitt 3.434 milljónum eða 21,9% skatttekna og eru þar með talin framlög vegna málefna fatlaðs fólks. Loks eru íþrótta- og tómstundarmál þriðja umfangsmesta verkefni bæjarins og til þeirra var ráðstafað um 1.722 milljónum eða 10,9% skatttekna. ,,Ársreikningurinn sýnir sterka stöðu sveitarfélagsins en skuldaviðmiðið er að lækka úr 104,4% í 94,5% á milli ára. Á sama tíma erum við vissulega að kljást við verðbólgu og háa vexti sem er áskorun fyrir sveitarfélag í örum vexti. Við leggjum áherslu á að veita góða þjónustu og við erum með einna lægstu gjöldin þegar kemur að þjónustu við barnafjölskyldur“ segir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Nánari upplýsingar veitir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri í síma 525-6700 eða í gegnum netfangið regina@mos.is Viðhengi |
|||
|