2015-03-05 19:17:39 CET

2015-03-05 19:18:41 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Félagsbústaðir hf. - Ársreikningur

Félagsbústaðir - Ársreikningur 2014


Félagsbústaðir hf, sem eru hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar, eiga og reka
félagslegt leiguhúsnæði sem úthlutað er af Velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
Markmið félagsins er að starfa í þágu almannaheilla og skal rekstur þess vera
sjálfbær. Félagið á og rekur 1.817 almennar leiguíbúðir auk 307 þjónustuíbúða
fyrir aldraða ásamt 118 litlum íbúðum í sambýlum fyrir fatlað fólk, eða samtals
2.242 íbúðir í Reykjavík. 

Rekstur og afkoma

Rekstrartekjur Félagsbústaða hf. á árinu 2014 námu 3.078 millj. kr., sem er
4,1% aukning tekna frá árinu á undan aðallega vegna verðlagshækkunar leigu og
stækkunar eignasafnsins. 

Rekstrargjöld námu samtals 1.546 millj. kr. og hækkuðu milli ára um 2,9%. Af
einstökum rekstrarþáttum hækkaði rekstrarkostnaður fasteigna um 12,3% og
launakostnaður um 9,9%. Gjaldfært viðhald fasteigna nam um 1,27% af verðmati
þeirra í árslok. Framlag til afskrifta leiguskulda lækkaði úr 64 millj. kr. í
43 millj. kr., eða um 32% og svaraði til um 1,5% af leigutekjum ársins miðað
við 2,6% árið á undan. 

Rekstrarhagnaður Félagsbústaða hf. fyrir vaxtagjöld, verðbætur lána og
matsbreytingu fjárfestingaeigna jókst um 5,2% milli ára, úr 1.457 millj. kr.
árið 2013 í 1.533 árið 2014. 

Hrein vaxtagjöld námu 954 millj. kr. og jukust um 3,3% milli ára og vaxtaþekja
rekstrarhagnaðar ársins 2014 var 1,61 miðað við 1,58 árið á undan. 

Rekstrarafkoma Félagsbústaða hf. fyrir verðlagsbreytingar lána og matsbreytingu
eigna nam 579 millj. kr. á árinu 2014 miðað við 533 millj. kr. árið á undan sem
8,7% aukning milli ára. 

Verðbreyting lána nam samtals 294 millj. kr.

Við mat á eignum Félagsbústaða til útleigu er stuðst við mat fasteignaskrár
Þjóðskrár Íslands sem var í gildi í árslok 2014 að teknu tilliti til 8,4%
hækkunar á vísitölu íbúðaverðs í fjölbýli í Reykjavík frá febrúar 2014.
Matsbreyting fjárfestingaeigna félagsins nam 4.461 millj. kr. á árinu 2014 en
var 1.891 millj. kr. árið 2013. 

Hagnaður Félagsbústaða hf. nam 4.713 millj.kr. á árinu 2014 en var 1.606
millj.kr. árið 2013. 

Efnahagsreikningur 31.12.2014

Heildareignir Félagsbústaða hf. í árslok 2014 námu ríflega 47 milljörðum kr. og
jukust um 5,2 milljarða kr. á árinu, eða um 12,3%, aðallega vegna
matsbreytingar fjárfestingaeigna félagsins. Eigið fé félagsins nam 17,4
milljörðum.kr. í árslok 2014 og jókst um tæpa 4,8 milljarða kr. milli ára, eða
um 37,6%. Eiginfjárhlutfall var 36,8% í árslok 2014 en var 30,0% árið á undan. 

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri nam 571 millj. kr. á árinu 2014 sem er um 127 millj.
kr. meira en árið á undan. Fjárfestingar á árinu 2014 námu 711 millj. kr. miða
við 274 millj., kr árið áður. Fjármögnunarhreyfingar ársins voru neikvæðar um
141 millj. kr. samanborið við 172 millj. kr. árið áður. Á árinu 2014 keypti
félagið 25 íbúðir og seldi 5 íbúðir.