2013-04-30 10:22:13 CEST

2013-04-30 10:23:14 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Skipti hf. - Fyrirtækjafréttir

Allir kröfuhafar samþykkja fjárhagslega endurskipulagningu skulda Skipta hf.


Fram kom í tilkynningu Skipta hf. dags. 2. apríl 2013 að fyrir lægi tillaga um
endurskipulagningu skulda félagsins. Samkvæmt tilkynningunni voru meginatriði
tillögunnar svohljóðandi: 

  -- Í fyrsta lagi, endurgreiðir Skipti hf. hverjum og einum kröfuhafa (miðað
     við skráða kröfuhafa kl. 16:30 þann 27.mars 2013) kr. 2.000.000 í reiðufé
     og kemur greiðslan til lækkunar höfuðstóls viðkomandi kröfu
  -- Í öðru lagi að öllum kröfum samkvæmt skuldabréfunum sem skráð eru í
     kauphöll undir heiti SIMI 06 01 verði breytt eða skipt fyrir hlutafé í
     Skiptum hf.
  -- Í þriðja lagi að öllum kröfum Arion banka hf. sem ekki eru hluti af
     núverandi forgangsláni félagsins, verði breytt eða skipt fyrir hlutafé í
     Skiptum.
  -- Í fjórða lagi felur tillagan í sér að forgangslán félagsins verði
     endurfjármagnað að fullu með annars vegar láni frá Arion banka hf. að
     fjárhæð um kr. 19 milljarðar og hins vegar
     með útgáfu skuldabréfaflokks að fjárhæð um kr. 8 milljarðar, eða annarri
     fjármögnun. Er gert ráð fyrir að framangreindar lánveitingar verði tryggðar
     með fyrsta veðrétti í helstu eignum Skipta hf. og dótturfélögum þess.

Helsta skilyrði tillögu félagsins um endurskipulagningu skulda félagsins er að
Arion banki hf. og allir eigendur skuldabréfaflokksins SIMI 06 01 gerist aðilar
að samningi um endurskipulagninguna eigi síðar en þann 30. apríl 2013. 

Í kjölfar jákvæðra samskipta við Arion banka hf. og eigendur
skuldabréfaflokksins SIMI 06 01 er hér með tilkynnt um að framangreindir aðilar
hafa samþykkt að gerast aðilar að samningi um endurskipulagninguna. Þá liggur
fyrir lánsloforð til að endurfjármagna forgangslán félagsins. 

Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta: „Með þessu samkomulagi er mjög stórum
áfanga náð í endurskipulagningu fjárhags Skipta hf. og hefur félagið nú 2
mánuði til að ganga formlega frá öllum málum því tengt.  Skipti hf. geta því
horft björtum augum fram á við og haldið áfram öflugri uppbyggingu á
fjarskiptainnviðum og fjarskiptakerfum.“ 

 Frekari upplýsingar veita

Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta hf. s. 550-6003

Pétur Þ. Óskarsson, s. 863-6075