2007-12-20 17:26:59 CET

2007-12-20 17:26:59 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Hf. Eimskipafélag Íslands - Breyting á stjórn/framkvæmdastjórn/endurskoðendum

Magnús Þorsteinsson segir sig úr stjórn Hf. Eimskipafélags Íslands


Magnús Þorsteinsson stjórnarformaður Hf Eimskipafélags Íslands sagði sig í dag
úr stjórn félagsins á stjórnarfundi og lætur þegar af stjórnarsetu að eigin
ósk. Magnús er annar af tveimur kjölfestufjárfestum félagsins. Sindri Sindrason
var kjörinn nýr stjórnarformaður félagsins á sama fundi. Ný stjórn félagsins
verður kosin á næsta aðalfundi félagsins sem haldinn verður fyrir lok febrúar
2008. 

Magnús Þorsteinsson fráfarandi stjórnarformaður;
„Ég hef átt mjög skemmtilega tíma með Eimskipafélaginu. Það er búið að koma
félaginu á þá braut sem stefnt var að. Nú er stefnan klár og því finnst mér
ágætur tímapunktur að draga mig í hlé.  Ég hef hugsað um þetta í nokkuð langan
tíma og þegar hugur fylgir ekki lengur máli er skynsamlegt að hverfa frá. Ég
hef staðið í viðskiptum í hartnær tvo áratugi með miklum ferðalögum og fjarveru
frá Íslandi og oft hafa langir vinnudagar og nætur einkennt mitt starf. Nú er
svo komið að ég ætla að einbeita mér að öðrum hlutum. Ég kveð Eimskip sáttur og
tel að ef rétt verður haldið á spilum geti félagið skapað hluthöfum sínum góðan
arð á næstu árum. Ég vil nota tækifærið og þakka stjórn og forstjóra fyrir
samstarfið ásamt öllu því ágæta starfsfólki félagsins sem ég hef átt samskipti
við.“ 

Sindri Sindrason stjórnarformaður Hf. Eimskipafélags Íslands:
„Magnús hefur  unnið mjög gott starf fyrir félagið. Nú þegar hann hefur kynnt
þessa ákvörðun sína vil ég fyrir hönd stjórnar félagsins óska honum alls hins
besta á nýjum vettvangi. Það er mikil eftirsjá að honum úr forystusveit
félagsins. Við virðum hins vegar ákvörðun hans.“ 

Rétt er að taka fram að ákvörðun Magnúsar tengist ekki á nokkurn hátt ákvörðun
Samkeppniseftirlits gangvart Eimskip sem birt var í gær enda var Magnús  ekki
tengdur félaginu á nokkurn hátt á þeim tíma sem ákvörðunin tekur til. 

Frekari upplýsingar veitir  Sindri Sindrason stjórnarformaður s: 525-7202 gsm
825-7202