2014-10-14 17:32:35 CEST

2014-10-14 17:33:35 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
HB Grandi hf. - Fyrirtækjafréttir

HB Grandi - Yfirlýsing stjórnar vegna ákæru á hendur stjórnarmanni


Vegna framkominnar ákæru á hendur Rannveigu Rist telur stjórn HB Granda hf.
ekki ástæðu til að gera athugasemdir við áframhaldandi stjórnarstörf hennar
fyrir félagið.  Nýtur Rannveig fulls trausts stjórnarinnar.  Meginregla
íslensks réttarfars er að hver maður skuli teljast saklaus þar til sekt hans sé
sönnuð og það mat er í höndum dómstóla.  Því telur stjórn HB Granda hf. að ekki
sé tilefni til sérstakra viðbragða og ítrekar að hún beri fullt traust til
Rannveigar.