2009-11-12 17:43:58 CET

2009-11-12 17:46:48 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Össur hf. - Fyrirtækjafréttir

Nýr samningur um viðskiptavakt við Nýja Kaupþing



Fréttatilkynning frá Össuri hf.
                                       12. september 2009, GMT: 16:30





          Nýr samningur um viðskiptavakt við Nýja Kaupþing


Össur hf. hefur  gert nýjan samning  við Nýja Kaupþing  Banka hf.  um
viðskiptavakt sem er  endurnýjun á fyrri  samningi frá febrúar  2005.
Þessi samningur er einungis vegna skráningar félagsins á Íslandi.

Samkvæmt samningnum mun  Nýja Kaupþing  sjá um  markaðsvakt á  bréfum
félagsins á NASDAQ OMX á Íslandi. Nýja Kaupþing mun setja fram  kaup-
og sölutilboð  alla  viðskiptadaga  í  viðskiptakerfi  NASDAQ  OMX  á
Íslandi. Upphæð hvers tilboðs skal  að lágmarki vera 20.000 hlutir  á
gengi sem Nýja  Kaupþing ákveður í  hvert skipti. Hámarksmunur  milli
kaup- og söluverðs  má ekki fara  yfir 2,0% og  breyting frá  síðasta
verði skal ekki vera meira en  3,5%. Nýja Kaupþing ber skyldu til  að
bjóða allt að 100.000 hluti á hverjum viðskiptadegi.

Samningnum er  ætlað  að  auka  viðskipti  með  hlutabréf  Össurar  í
kauphöll NASDAQ OMX á  Íslandi og stuðla  að skilvirkri og  gegnsærri
verðmyndun á hlutabréfum félagsins.

Nánari upplýsingar veita:
Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri, sími 515 1300
Sigurborg Arnarsdóttir, fjárfestatengill, sími 664 1044