2015-02-05 12:37:23 CET

2015-02-05 12:38:24 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fljótsdalshérað - Fyrirtækjafréttir

Fréttatilkynning vegna rangrar fréttar um rekstrarhorfur Fljótsdalshéraðs


Vegna fréttar í Ríkisútvarpinu í gær, miðvikudaginn 4. febrúar 2015, þar sem
fram kom m.a. að gert væri ráð fyrir verulegum halla á rekstri sveitarfélagsins
Fljótsdalshéraðs á yfirstandandi ári er því hér með komið á framfæri að enginn
fótur er fyrir því er fram kemur varðandi áætlaðan rekstur sveitarfélagsins á
árinu 2015. Rétt er að líkur eru á að rekstur sveitarfélagsins vegna nýliðins
árs verði jákvæður og áætlanir vegna yfirstandandi árs gera einnig ráð fyrir
jákvæðum niðurstöðum. Óskað hefur verið eftir því við Ríkisútvarpið að
leiðréttingu vegna þessa verði komið á framfæri í fjölmiðlinum með jafn
ítarlegum hætti og gert var við umfjöllun um hinar röngu niðurstöður. 

Þeim sem vilja kynna sér fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs vegna
ársins 2015 er bent á heimasíðu sveitarfélagsins og væri ekki úr vegi að þeir
fulltrúar fjölmiðla sem velja að fjalla um fjármál sveitarfélaganna gefi sér
tíma til að skoða þær upplýsingar sem þar er að finna og kynni sér um leið þann
árangur sem náðst hefur varðandi rekstur sveitarfélagins á umliðnum árum. 

Undirritaður veitir hverjum sem svo kýs frekari upplýsingar verði eftir þeim
óskað. 



F.h. Fljótsdalshéraðs



Björn Ingimarsson

bæjarstjóri