2013-05-24 17:32:58 CEST

2013-05-24 17:33:59 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reginn hf. - Fyrirtækjafréttir

Tilkynning um undirritun á kaupsamning á fasteignafélagi


Undirritaður var í dag 24. maí, kaupsamningur milli Regins hf. og eigenda
fasteignafélagsins Summit ehf.  um kaup á félaginu.   Kaupsamningurinn er með
fyrirvara um samþykki stjórnar Regins hf.  sem og samþykki
Samkeppniseftirlitsins. 

Fasteignir Summit eru  eftirfarandi  :

Íshella 8 í Hafnarfirði, Vesturvör 29  og  Hlíðasmára 1 í  Kópavogi , hlutdeild
í  Vatnagörðum 16-18 og  hlutdeild í Funahöfða 19 í Reykjavík. 

Heildarstærð fasteigna er alls 15.500 m2 og eru leigutakar alls 12. Helstu
leigutakar eru Promens hf.,  Penninn  ehf.,  Jarðboranir hf., Lyfja hf. og
Trésmiðja GKS ehf. 

Við kaupin stækkar eignasafn Regins um 9%.  Kaupin eru í samræmi við 
fjárfestingastefnu Regins hf. sem fela í sér markmið að auka hlutdeild í
skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði og stækkun með innri vexti og fjárfestingu í
arðbæru atvinnuhúsnæði. 

Kaupverðið er trúnaðarmál en áhrif kaupanna ef af verða eru áætluð um 10%
aukning á EBITDA Regins hf. 



Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson

Forstjóri Regins hf.

S: 512 8900 / 899 6262