2013-09-05 18:52:40 CEST

2013-09-05 18:53:40 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Eik fasteignafélag hf. - Fyrirtækjafréttir

Varðandi kauptilboð Regins í hluta Eikar fasteignafélags hf.


Stjórn Eikar fasteignafélags hf. barst í dag kauptilboð sem Reginn hf. gerir
hluthöfum Eikar í allt hlutafé félagsins. Reginn hf. hefur þegar tilkynnt um
tilboðið og meginefni þess. Í tilboðinu er miðað við að hver hlutur í Eik
fasteignafélagi hf. sé metinn á genginu 5,05. Í nýlegu hlutfjárútboði Eikar til
forgangsréttarhafa var hver hlutur seldur á genginu 4,15. 

Stjórn Eikar fasteignafélags hf. hefur ekki gefist kostur á að leggja mat á
tilboð Regins, enda tilboðið lagt fram án vitneskju stjórnarinnar. 

Eins og tilkynnt hefur verið hefur Eik  fasteignafélag hf. nýlega undirritað
samning um kaup á tilteknum eignum SMI ehf., sem stjórn beggja félaga hafa
samþykkt fyrir sitt leiti. 

Það að tilboð hafi borist í alla hluti í Eik hf. sýnir áhuga á félaginu.
Hluthafar Eikar hf. eiga nú tvo prýðilega kosti. Eik mun kappkosta að kynna
báða kosti fyrir öllum hluthöfum vel á næstunni. 

Nánari upplýsingar veitir
Garðar Hannes Friðjónsson
Forstjóri
Sími 861-3027
Tölvupóstu gardar@eik.is