2023-03-20 11:55:47 CET

2023-03-20 11:55:47 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Sjóvá-Almennar tryggingar hf - Breytingar á eigin hlutum félags

Sjóvá: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun og breyting á endurkaupaáætlun


Í viku 11 keyptu Sjóvá-Almennar tryggingar hf. (Sjóvá) 520.020 eigin hluti að kaupverði 16.868.652 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)
13.3.202310:07:15210.00032,206.762.000
14.3.202315:17:2010.24232,60333.889
14.3.202315:29:3289.77832,602.926.763
15.3.202310:34:43210.00032,606.846.000
Samtals 520.020 16.868.652

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 09.02.2023. Samkvæmt heimild aðalfundar Sjóvá sem haldinn var 10. mars 2023, sbr. einnig 10. gr. samþykkta og viðauka við samþykktir Sjóvá, var samþykkt tillaga stjórnar um að veita áframhaldandi heimild til að kaupa hlutabréf í félaginu þannig að það ásamt dótturfélögum þess eigi, að öðrum lagaskilyrðum uppfylltum, allt að 10% af heildarhlutafé félagsins. Heimild aðalfundar 10. mars 2023 kemur í stað heimildar aðalfundar 11. mars 2022. Áframhaldandi endurkaup eru gerð á sömu forsendum og tilkynnt var um í Kauphöll þann 9. febrúar 2023.

Sjóvá átti 39.861.744 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 40.381.764 eigin hluti eða sem nemur 3,32% af útgefnum hlutum í félaginu.

Sjóvá hefur keypt samtals 3.253.465 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,27% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 112.621.849 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 7.183.908 hlutum þannig að eigin hlutir nemi að hámarki 3,64% af útgefnum hlutum í félaginu. Heildarkaupverð má þó ekki vera hærra en 250.000.000 kr. Endurkaupaáætlunin er í gildi til og með 11. september 2023, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/​1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Nánari upplýsingar:

Sigríður Vala Halldórsdóttir í síma 844-2136 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is