2017-08-31 17:42:39 CEST

2017-08-31 17:42:39 CEST


REGLERAD INFORMATION

Isländska Engelska
Landsvirkjun - Ársreikningur

Sex mánaða uppgjör Landsvirkjunar

Hagnaður eykst milli tímabila

Helstu atriði árshlutareiknings

  • Rekstrartekjur námu 232,4 milljónum USD (23,9 ma.kr.) og hækka um 25,4 milljónir USD (12,3%) frá sama tímabili árið áður .1
     
  • EBITDA nam 167,7 milljónum USD (17,3 ma.kr.). EBITDA hlutfall er 72,2% af tekjum, en var 75,0% á sama tímabili í fyrra.
     
  • Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 75,1 milljón USD (7,7 ma.kr.), en var 64,5 milljónir USD á sama tímabili árið áður og hækkar því um 16,5% milli tímabila.
     
  • Hagnaður tímabilsins var 39,7 milljónir USD (4,1 ma.kr.) en var 34,8 milljónir USD á sama tímabili árið áður.
     
  • Handbært fé frá rekstri nam 142,4 milljónum USD (14,7 ma.kr.) sem er 15,0% hækkun frá sama tímabili árið áður.

 

Hörður Arnarson, forstjóri:

„Fyrri árshelmingur var hagstæður í rekstri Landsvirkjunar. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði jókst um 16% frá fyrra ári.  Tekjur jukust um 12% frá sama tímabili árið áður, m.a. vegna hækkandi álverðs og aukinnar orkusölu.  Eftirspurn eftir raforku var áfram sterk og jókst orkusalan um 160 GWst á milli ára, m.a. vegna aukinnar sölu til fiskmjölsframleiðenda. 

Fjármunamyndun fyrirtækisins er áfram sterk og stendur að fullu undir fjárfestingum tímabilsins, en sem kunnugt er standa nú yfir umfangsmiklar framkvæmdir við byggingu jarðvarmavirkjunar á Þeistareykjum og vatnsaflsvirkjunar við Búrfell.“