2012-02-03 17:27:54 CET

2012-02-03 17:28:56 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Icelandair Group hf. - Fyrirtækjafréttir

Icelandair Group skoðar mögulega viðbótarskráningu í kauphöllina í Osló ásamt því að breyta uppgjörsmynt í Bandaríkjadollar


Í febrúar 2011 var tilkynnt um þá ákvörðun stjórnar Icelandair Group hf. að
kanna skráningu félagsins í aðra kauphöll til viðbótar við núverandi skráningu
hjá Nasdaq OMX á Íslandi.  Í september síðastliðnum var ferlinu frestað vegna
krefjandi aðstæðna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.  Stjórn Icelandair Group
hefur nú ákveðið að endurvekja ferlið og skoðar nú mögulega viðbótarskráningu í
kauphöllina í Osló. 

Af þessu tilefni hefur Icelandair Group ráðið útibú Skandinaviska Enskilda
Banken AB í Osló ásamt Íslandsbanka hf. til að vera umsjónaraðilar í
skráningarferlinu. 

Meirihluti kostnaðar og efnahagsreiknings Icelandair Group er í
Bandaríkjadollar.  Af þessum sökum mun félagið frá og með 1. ársfjórðungi
ársins 2012 breyta um uppgjörsmynt og birta reikninga sína í Bandaríkjadollar. 



Nánari upplýsingar veita:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri, gsm: 896 1455

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála, gsm: 665 8801