2021-10-21 18:30:00 CEST

2021-10-21 18:30:00 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Hagar hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Hagar hf.: Endurúthlutun kaupréttar


Þann 6. júlí 2021 var tilkynnt um úthlutun kauprétta hjá Högum til tiltekinna lykilstarfsmanna en úthlutunin byggði á skilmálum í samræmi við kaupréttarkerfi sem samþykkt var á aðalfundi Haga þann 3. júní 2021.

Samkvæmt kaupréttarkerfinu er stjórn Haga heimilt að endurúthluta kaupréttum sem fallið hafa úr gildi fyrir ávinnsludag, t.d. vegna starfsloka. Á fundi stjórnar Haga þann 19. október sl. var ákveðið að endurúthluta kauprétti sem fallið hafði niður við starfslok Jóns Ólafs Halldórssonar, fyrrum framkvæmdastjóra Olís, en hann lét af störfum í september sl.

Heildarfjöldi útistandandi kauprétta sem Hagar hafa veitt lykilstarfsmönnum er því óbreyttur, eða 11.806.246 hlutir sem nema um 1,0% hlutafjár í félaginu.

Meginefni kaupréttarsamningsins sem nú er gerður er með sömu skilmálum og fyrri samningar sem gerðir voru og tilkynnt var um þann 6. júlí 2021, byggt á samþykkt aðalfundar þann 3. júní, að undanskyldu nýtingarverði kaupréttarins sem nú er 63,5 kr. per hlut.  Miðað er við dagslokagengi hluta í Högum hf. eins og það er skráð á Nasdaq Iceland í íslenskum krónum degi fyrir úthlutunardag (20. október 2021).

Kaupréttur sem nú er veittur er sem hér segir:

Nafn Staða Veittur kaupréttur Áður veittur kaupréttur Hlutafjár-
eign
Hlutafjáreign fjárhagslega tengds aðila
Frosti Ólafsson Framkvæmdastjóri Olís 850.000 0 0 0


Nánari upplýsingar veitir Finnur Oddsson, forstjóri Haga, fo@hagar.is