2008-09-02 03:08:07 CEST

2008-09-02 03:09:08 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Alfesca hf. - Ársreikningur

Góð afkoma á fjárhagsárinu 2007 / 08


Sala var 647,4 milljónir evra, jókst um 9%
EBITDA var 62,5 milljónir evra, jókst um 22%
EBITDA framlegð var 10%
Nettóhagnaður 28,6 milljónir evra og jókst um 28%


Helstu atriði

•	Sala  
o	FY 07/08 :	647,4 milljónir evra - jókst um 9%
o	Q4 07/08:	132 milljónir evra - lækkaði um 5,4% en var stöðug í sambærilegri
starfsemi  þrátt fyrir að: 
•	Áhrif páskasölunnar komu fram á 3. ársfjórðungi á þessu fjárhagsári en á 4.
ársfjórðungi á síðasta ári 
•	Gengisáhrif punds gagnvart evru var 9,1 milljón evra

•	EBITDA
o	FY 07/08:	62,5 milljónir evra og jókst um 22%
o	Q4 07/08:	8,5 milljónir evra og jókst um 43% (jókst um 21% í sambærilegri
starfsemi þrátt fyrir að: 
•	Áhrif páskasölunnar komu fram á 3. ársfjórðungi á þessu fjárhagsári en á 4.
ársfjórðungi á síðasta ári	 
•	Gengisáhrif punds gagnvart evru var 1 milljón evra

•	EBITDA framlegð	var 10% af núverandi starfsemi og án óreglulegra liða 
•	Nettóhagnaður
o	FY 07/08:	28,6 milljónir evra, jókst um 28%
o	Q4 07/08:	3,5 milljónir evra og stóð í stað samanborið við síðasta ár 

•	Hagnaður per hlut af reglulegri starfsemi var 0,491 evrur og jókst um 26% 
•	Nettósjóðstreymi frá rekstri var 60 milljónir evra og jókst um 15 milljónir
evra 
•	Eiginfjárhlutfall er komið upp í 47,6% og nettóskuldir minnkuðu um 25
milljónir evra niður í 166,7 milljónir evra 
•	Stjórn Alfesca mun leggja til á aðalfundi Alfesca 20. október að greiddur
verði arður að upphæð 12 milljónir evra 
Xavier Govare, forstjóri Alfesca:

„Alfesca hefur skilað traustu og viðunandi uppgjöri fyrir fjárhagsárið 2007 /
2008 í afar krefjandi umhverfi. Þegar nýtt fjárhagsár hófst í júlí á síðasta
ári óraði okkur ekki fyrir því að við þyrftum að takast á við svo mörg erfið
viðfangsefni. Þar má nefna hækkun á hráefnisverði, sögulegt hámark á
eldsneytisverði, almennan samdrátt í einkaneyslu á meginmörkuðum okkar,
minnkandi tiltrú neytenda, aukna verðbólgu í Evrópu og mikinn viðsnúning á
áhrifum gengisins fyrir framleiðslu okkar í Bretlandi þar sem evran var mjög
sterk gagnvart breska pundinu. Þrátt fyrir þessi flóknu viðfangsefni get ég
sagt frá því með ánægju að við höfum tekist af krafti á við þessi verkefni með
fullkomnum stuðningi samhentra starfsmanna. 

Rekstur Alfesca byggir á fjórum meginstoðum. Í slæmu árferði hefur sýnt sig að
sú uppbygging stenst betur sveiflur. Starfsfólk sem er tilbúið að leita eftir
lausnum og halda áfram að þróa nýjungar skiptir einnig sköpum. 

Uppgjör fjórða ársfjórðungs ber viðsnúningnum í efnahagslífinu skýr merki, þar
sem allir neikvæðu fjárhagslegu áhrifaþættirnir náðu hámarki á þessu tímabili:
Verð á olíu náði 150 dollurum fyrir tunnu, verðbólga varð meiri en 4% og
væntingavísitalan í lægstu lægðum. Auk þess hafði það áhrif á sölutölur okkar
að páskarnir féllu innan þriðja ársfjórðungs þetta árið en voru á þeim fjórða á
síðasta ári. Tímasetning páskasölunnar hafði mikil áhrif á afkomu þriggja af
fjórum stoðum félagsins. 

Í upphafi júnímánaðar var ánægjulegt að tilkynna um ákvörðun hans hátignar
Sheikh Mohamed bin Khalifa Al-Thani frá Katar að fjárfesta í Alfesca og verða
nýr hluthafi. Viðskiptin endurspegla aðdráttarafl Alfesca á alþjóðlega
fjárfesta. Fjárfestingin setur Alfesca í mjög góða stöðu til að fjármagna vöxt
og nýta góð kauptækifæri þegar þau birtast. 

Þegar horft er til framtíðar gerum við ráð fyrir að efnahagsumhverfið verði
svipað í nokkurn tíma. Við búumst við að neysla verði áfram lítil næstu mánuði
og hráefnisverð og verð á aðföngum haldist áfram tiltölulega hátt þar sem engin
merki eru um snarpa lækkun. Það verður því nauðsynlegt að mæta þessum
verðbólgukostnaði með hækkunum á verðskrám sem verður erfitt þegar
smásölumarkaðir eru í lægð. Því höldum við áfram að vinna að verkefnum sem miða
að því að lækka kostnað félagsins á ýmsum sviðum, svo sem orkunotkun,
flutningum og stjórnun í öllum fyrirtækjum samstæðunnar. Við gerum ráð fyrir að
sú vinna skili árangri strax á næstu ársfjórðungum. 

Fyrri helmingur fjárhagsárs okkar er nú í fullum gangi, en hann leikur
lykilhlutverk í rekstri Alfesca sökum þess hve mikilvæg jólasalan er fyrir
rekstur félagsins. Öflugt þróunarstarf, góð stjórnun og samkeppnishæfni munu
skipta meginmáli við að tryggja að rekstur Alfesca verði áfram góður.“